| Sf. Gutt

Rafa heldur að Robbie fari ekkert

Robbie Keane sat uppi í stúku í gær og fylgdist með félögum sínum leggja Chelsea að velli. Margir telja að dagar hans séu taldir hjá Liverpool en Rafael Benítez heldur að hann fari ekkert. Rafael hafði þetta að segja við blaðamenn eftir leikinn við Chelsea.

"Ég held að Robbie Keane verði hérna þegar lokað verður fyrir félagaskipti. Ég veit ekki til þess að við höfum fengið nein tilboð í hann. Hann er ennþá leikmaður okkar. Svo einfalt er það nú. Ákvörðunin um að hafa hafa hann ekki í liðinu snerist bara um hvað við töldum koma okkur best í þessum leik. Ég er búinn að tala við Robbie og hann kom í búningsherbergið til okkar fyrir leikinn. Við spjölluðum líka saman eftir leikinn. Þá vorum við bara að tala um leikinn. Hann var ánægður með að liðið skyldi vinna. Hann er hluti af liðinu og ég á von á því að hann verði í liðshópnum sem við notum í Meistaradeildinni."

Staðarblaðið Daily Post greinir frá því í dag að Robbie Keane muni hugsanlega snúa aftur til Tottenham Hotspur. Hugsanleg vistaskipti verði þó ekki framkvæmd nema Liverpool fái leikmann í hans stað. Er Aaron Lennaon helst nefndur í því sambandi. Daily Mail staðhæfir að Robbie muni fara til Tottenham og fái Liverpool fimmtán milljónir sterlingspunda fyrir hann. Þetta kemur allt ljós í  kvöld og ekki er gott að segja hvað gerist. Opið er fyrir félagaskipti til miðnættis í kvöld.

 

 

 

 











TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan