Keane farinn til Tottenham
Búið er að ganga frá kaupum Tottenham á Robbie Keane frá Liverpool. Hlutirnir voru fljótir að gerast eftir að Liverpool gaf leyfi og er nú allt klappað og klárt.
Keane var ekki í leikmannahópnum gegn Chelsea í gær. Hann fór til London í morgun eftir að Liverpool gaf honum leyfi til að ræða við Spurs. Rétt fyrir klukkan fimm komu félögin sér saman um verð og Keane hafði samið sjálfur við félagið og staðist læknisskoðum klukkan hálf sex. Þá kom tilkynning frá Tottenham um að kaupin væru frágengin.
Keane sagði á heimasíðu Tottenham við þetta tækifæri: "Það var erfið ákvörðun að fara frá Tottenham í sumar. Það reyndist ekki rétt ákvörðun hjá mér. Ég veit að sumir stuðningsmenn Tottenham telja að ég hafi brugðist félaginu með því að fara en ég get fullvissað þá um að ég muni gefa allt mitt fyrir félagið. Þetta félag á frábæra stuðningsmenn og ég vil endurgjalda þeim allan stuðninginn. Við verðum að halda áfram og koma okkur upp töfluna."
Robbie Keane lék 29 leiki fyrir Liverpool og skoraði í þeim sjö mörk.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!