Rafael Benítez útskýrir brottför Robbie Keane
Rafael Benítez hefur nú komið fram og útskýrt ástæður sínar fyrir að samþykkja sölu Robbie Keane til Tottenham. Þetta er athyglisverð lesning sem birtist fyrst á Liverpoolfc.tv.
"Stundum ná góðir leikmenn ekki að aðlagast í ákveðnu liði og þegar það gerist verður að meta stöðuna og bregðast hratt við. Ef þessi staða leikmanns er ekki góð fyrir liðið þá er það best fyrir alla aðila að taka ákvörðun. Þar sem núna var opið fyrir félagaskipti var tækifæri fyrir leikmanninn að fara og því ákváðum við að gera þetta svona. Ég þarf að skoða heildarmyndina og í því felst að taka hagsmuni félagsins og liðsins með í reikninginn og meta út frá því hvað sé best að gera."
"Við höfum enn þá Ryan Babel, David Ngog og Dirk Kuyt og svo auðvitað Fernando Torres sem valkosti í sóknarleiknum. Það er auðvitað áhætta að láta hann, Robbie, fara en staðan var ekki nógu góð svo við urðum að bregðast við. Mig langar að óska Robbie góðs gengis því hann lagði hart að sér þótt hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá honum. Hann gerði sitt besta."
"Það sem réði úrslitum um brottför hans var að Spurs sýndi honum mikinn áhuga og lögðu hart að okkur að leyfa honum að fara til þeirra. Leikmaðurinn þarf að spila og hann var ekki að spila eins mikið og hann vildi fyrir okkur. Mér dettur ekki í hug að gagnrýna hann á neinn hátt því hann reyndi alltaf að gera sitt besta fyrir okkur."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum