Grannaslagur í beinni á Players í kvöld
Það verður eflaust hart barist í kvöld þegar nágrannarnir Liverpool og Everton eigast við á Goodison Park í kvöld í enska bikarnum. Að sjálfsögðu verður leikurinn í þráðbeinni útsendingu á heimavelli Liverpoolklúbbsins á Íslandi, Players í Kópavogi. Leikurinn hefst klukkan 20:10 og við hvetjum auðvitað alla stuðningsmenn Liverpool FC sem tök hafa á að mæta að láta verða af því og leggja sitt af mörkum við að halda uppi hinni rómuðu Liverpool stemmningu á staðnum.
Leikið verður til þrautar ef ekki nást úrslit í venjulegum leiktíma og því má búast við mikilli baráttu á milli þessara erkifjenda.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen