| Sf. Gutt

Leikið til þrautar á Goodison Park!

Liverpool og Everton mætast í aukaleik í 4. umferð F.A. bikarins í kvöld á Goodison Park. Leikið verður til þrautar. Það þýðir að leikurinn verður framlengdur ef jafnt verður eftir  venjulegan leiktíma. Ef það dugar ekki til verður gripið til vítaspyrnukeppni. Þetta verður í 211. sinn sem Liverpool og Everton mætast og nú verður eitthvað undan að láta.

Margir eiga von á langri og strangri rimmu í kvöld. Einn þeirra er Tommy Smith fyrrum leikmaður Liverpool. "Í kvöld verður barist allt til loka þegar þriðja kafla Grannarimmurnar lýkur með aukaleiknum í F.A. bikarnum á Goodison. Ég gæti trúað því að baráttan stæði fram eftir öllu kvöldi! Ekki kæmi mér það á óvart að þessum leik, líkt og tveimur síðustu á Anfield, myndi ljúka með jafntefli. Þá tæki framlenging við og klukkan væri þá farin að halla í ellefu. Svo gæti orðið vítaspyrnukeppni og mér finnst það ekki ólíklegt. Þá verður komið enn lengra fram á kvöldið. Hvað svo sem gerist þá munu stuðningsmenn beggja liða eiga taugatrekkjandi kvöldstund fyrir höndum. Einhverjir sem halda með Everton halda kannski að Liverpool taki leikinn ekki alvarlega því sigurinn á Chelsea kom þeim aftur í meistarabaráttuna. Það verður ekki og Rafael Benítez mun örugglega tefla fram sterku liði."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan