Robbie Keane talar út
Robbie Keane segist myndu hafa getað staðið sig hjá Liverpool ef hann hefði fengið fleiri færi. Hann óskar öllum hjá Liverpool góðs.
"Ég hef aldrei áður á ferli mínum verið settur úr á liðshóp sem ég hef verið í og ég tel að ég hefði getað styrkt liðið mikið. Ég verð þó að virða það hvernig Rafa valdi liðið og stillti því upp. Því miður féll ég ekki inn í þá hugmyndafræði hans hvernig hann vill spila knattspyrnu. Mér hefði kannski vegnað betur undir stjórn annars stjóra."
Robbie segist ekki þurfa að sanna neitt fyrir neinum og telur árangur sinn á ferli sínum tala sínu máli.
"Ég held að árangur minn, miðað við flesta aðra í liðinu, sé heldur betri. Ég finnst skemmtilegast af öllu að spila knattspyrnu og það voru mikil vonbrigði að fá ekki tækifæri til þess.Mig langaði bara til að fá sömu tækifæri og aðrir. Ég lagði mig allan frá og mætti alltaf á réttum tíma á æfingar. Ég hef alltaf, svo lengi sem ég hef fengið tækifæri, lagt mitt af mörkum og skorað mörk. Ég þarf ekki að sanna þetta fyrir neinum."
Robbie var næst spurður í viðtalinu, sem hefur birst á mörgum vefmiðlum, um hvað honum finnist um stöðu mála hjá Liverpool núna eftir brottför sína. Þessi spurning kom eftir að Steven Gerrard meiddist og þá töldu margir að gott hefði verið að hafa Robbie áfram til taks.
"Ég hef engar áhyggjur af því hvað gerist hjá Liverpool núna. Ætti ég að gera það? Mig langar bara til að óska strákunum, Rafa og starfsliðinu góðs gengis. Ég eignaðist nokkra góða vini þarna og Carra og Stevie eru frábærir strákar og miklir fagmenn."
Robbie Keane lék 28 leiki með Liverpool og skoraði sjö mörk. Átján af leikjunum voru í deildinni. Fari svo að Liverpool verði Englandsmeistari þá mun Robbie fá verðlaunapening því hann náði að spila tilskilinn fjölda leikja til að fá gull! Robbie hefur haldið með Liverpool frá barnsæsku svo margir myndu telja að það myndi gleðja hann að verða enskur meistari með liðinu sínu. Ekki segir hann.
"Það myndi ekki skipta mig neinu máli. Bróðir minn heldur með Liverpool þannig að ég myndi trúlega gefa honum verðlaunapeninginn en reyndar er hann farinn að halda með Tottenham. Ég lít þannig á málin að maður þurfi að hafa verið hluti af liðsheild til að manni finnist maður hafa verið hluti af titilsigri. En þegar maður er ekki fastamaður í liðinu og fær ekki að spila þá finnst manni stundum að maður sé ekki hluti af liðshópnum. Ferill minn hjá Liverpool er núna að baki og mig skiptir engu hvað gerist þar nú og hér eftir. "
Robbie Keane bætti svo þessu við í viðtali við útvarpsstöð ina BBC 5.
"Það er mér í blóð borið að bera virðingu fyrir fólki og ég ætla ekki að leiðast út neitt orðaskak. Ég tel mig einfaldlega þannig gerðan að vera yfir það hafinn að taka þátt í slíku. Fólk má segja það sem það vill um mig en ég þarf ekki að sanna neitt fyrir einum eða neinum."
Robbie er nú kominn aftur til Tottenham þar sem Harry Redknapp framkvæmdastjóri Spurs gerði hann strax að fyrirliða. Trúlega finnst flestum stuðningsmönnum Liverpool leiðinlegt að Robbie skyldi ekki ná að láta að sér kveða hjá Rauða hernum og sitt sýnist hverjum um ástæður þess. Það voru jú miklar væntingar bundnar við Írann þegar hann kom til félagsins. Liverpool leikur á hinn bóginn síðasta leik sinn á leiktíðinni við Tottenham á Anfield Road. Þá kemur í ljós hvort Robbie Keane fagnar Englandsmeistaratitli!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni