| Sf. Gutt

Alan Hansen segir hafa verið rétt að selja Robbie Keane

Salan á Robbie Keane hefur mikið verið til umræðu frá því hún gekk í gegn fyrir viku. Sumir telja Rafael Benítez hafa gert rétt í að selja Robbie aftur til Tottenham Hotspur en aðrir vilja meina að hann hafi gert mistök. Alan Hansen, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að Rafa hafi tekið rétta ákvörðun.

,,Rafa Benítez hefur verið gagnrýndur mikið að undanförnu og þá sérstaklega fyrir að selja Robbie Keane til Tottenham. Fjölmiðlamenn voru fljótir að benda á að Robbie hefði getað skipt sköpum í leiknum við Everton og töldu að hann hefði ekki fengið þau tækifæri í liðinu sem hann hefði verðskuldað. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að strákurinn kom til Liverpool og spilaði ekki vel. Svo einfalt var það nú."

,,Fólk bendir á að Robbie hafi ekki fengið tækifæri á að sýna hvað í honum býr og hann hafi ekki spilað í sinni réttu stöðu. Hann fékk hins vegar fjölmörg tækifæri til að skora mörk í Liverpool treyjunni en hann notaði ekki sín færi. Ef árangur hans er skoðaður kemur í ljós að hann var oft í byrjunarliðinu. Vissulega er rétt, sem bent hefur verið á, að hann spilaði stundum einn í sókninni og það hentar honum ekki vel. En hann fékk fullt af marktækifærum en honum gekk illa að nýta þau. Hann kostaði 20 milljónir sterlingspunda og hann skoraði bara fimm deildarmörk. Það verður að segjast eins og er að vera hans hjá Liverpool mistókst."

,,Sex mánuðir eru reyndar ekki langur tími til að fóta sig hjá nýju félagi en svona gengur það fyrir sig í knattspyrnuheiminum nú til dags. Ég efast ekki um að hann mun standa sig vel hjá Tottenham. Hann er í hetjutölu þar suður frá og hann er mjög góður leikmaður. En vist hans hjá Liverpool gekk bara ekki upp."

Svo mörg voru þau orð!









TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan