Enn fjölgar leikjum Jamie Carragher
Jamie Carragher lék sinn 560. leik með Liverpool gegn Portsmouth. Hann er nú orðinn níundi leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool Football Club. Hann lék sinn fyrsta leik með Liverpool í janúar 1997. Þessi leikjafjöldi segir sína sögu um hinn frábæra stöðugleika sem Jamie býr yfir. Það er líka fágætt nú til dags að leikmaður nái svona mörgum liðum með sama félaginu.
Jamie á nokkuð langt í að ná næsta manni á listanum sem er Alan Hansen en Skotinn lék 620 leiki. Ef Jamie heldur stöðu sinni í liðinu á næstu leiktíðum gæti hann náð Alan og næstu mönnum. Leikjamet Ian Callaghan er þó ekki í hættu á komandi árum.
Þeir Steven Gerrard og Sami Hyypia hafa líka fæst upp leikjalistann á þessari leiktíð. Steven hefur nú leikið 471 leik og Sami kemur skammt á eftir honum með 461 leik.
Hér að neðan er listi yfir tíu leikjahæstu menn Liverpool.
1. Ian Callaghan 857
2. Ray Clemence 665
3. Emlyn Hughes 665
4. Ian Rush 660
5. Phil Neal 650
6. Tommy Smith 638
7. Bruce Grobbelaar 628
8. Alan Hansen 620
9. Jamie Carragher 560
10. Chris Lawler 549
Hér má sjá lista yfir 100 leikjahæstu menn í sögu Liverpool af Lfchistory.net.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum