| Birgir Jónsson
TIL BAKA
Liverpool verður að klára dæmið
Yossi Benayoun staðhæfir að ef Liverpool klári ekki dæmið á Anfield gegn Real Madrid eftir tæpar tvær vikur telji sögulegt mark hans í fyrri leiknum ekkert. Skallamark Ísraelans þegar dró að lokum leiksins var nóg til að Rauðliðar næðu sínum fyrsta sigri á Bernabeu og mikilvægt forskot fyrir seinni leikinn á Anfield. Benayoun hlakkar til seinni leiksins, en neitar samt sem áður að afskrifa möguleika Madridarmanna á að komast áfram.
Hann sagði:"Að sjálfsögðu er ég ánægður með að hafa skorað svona mikilvægt mark. Aðalatriðið var að vinna vegna þess að þetta voru frábær úrslit fyrir okkur.
Við verðum samt að hafa hugfast að það er aðeins hálfleikur í rimmunni og við verðum að klára verkið á Anfield. Með þessum 1-0 sigri höfum við sjálftraust til að komast áfram en við megum ekki leyfa okkur að halda að verkið sé búið vegna þess að Real Madrid eru með marga góða leikmenn og við vitum að það er nauðsynlegt að vinna vel til að klára dæmið. Real er eitt af stærstu liðum heims og þeir geta unnið hvar sem er, en vonandi náum við að spila vel og vinna leikinn og þar með komast í næstu umferð."
Þessari skoðun Benayoun hefur verið deilt með Javier Mascherano sem telur að enn sé mikil vinna eftir áður en það kemur í ljós hvort liðið kemst í átta-liða úrslit
Hinn argentínski sagði: "Þessi sigur mun ekki breyta því hvernig við nálgumst seinni leikinn, að minnsta kosti er það viðhorf sem við verðum að hafa. Við verðum að koma inn í leikinn með sama hugarfari og fyrir þann síðasta. Við erum ánægðir með frammistöðuna, sérstaklega með hvernig við brugðumst við því að heyra að Steven Gerrard mundi ekki byrja leikinn og eftir að Fernando Torres varð að fara út af vegna meiðsla. Það eru enn 90 mínútur eftir sem verða spennuþrungnar. En núna erum við ánægðir og getum fagnað þessum útisigri."
Liðin munu mætast að nýju á Anfield eftir tvær vikur, og þá á Juande Ramos fáa kosti aðra en að senda menn sína út í sóknarhug.
Fyrirliðinn í leiknum í Madrid, Jamie Carragher, sagði:"Útivallarmörk gilda mikið í Evrópukeppni og það þýðir að þeir þurfa að ná marki í seinni leiknum. Ef þeir koma framar á móti okkur veitir það okkur pláss og gerir hlutina auðveldari. Okkur hefur vegnað vel í þessari keppni með því að vera skipulagðir. Við erum með eitt best skipulagða liðið í keppninni. Það er ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svo vel undanfarin ár og í kvöld. Þetta var markmið okkar fyrir leikinn, að halda hreinu og skora mark. En nú er aðeins hálfleikur. Þeir vita að þeir þurfa að koma á Anfield og skora, svo allt er opið ennþá."
Hann sagði:"Að sjálfsögðu er ég ánægður með að hafa skorað svona mikilvægt mark. Aðalatriðið var að vinna vegna þess að þetta voru frábær úrslit fyrir okkur.
Við verðum samt að hafa hugfast að það er aðeins hálfleikur í rimmunni og við verðum að klára verkið á Anfield. Með þessum 1-0 sigri höfum við sjálftraust til að komast áfram en við megum ekki leyfa okkur að halda að verkið sé búið vegna þess að Real Madrid eru með marga góða leikmenn og við vitum að það er nauðsynlegt að vinna vel til að klára dæmið. Real er eitt af stærstu liðum heims og þeir geta unnið hvar sem er, en vonandi náum við að spila vel og vinna leikinn og þar með komast í næstu umferð."
Þessari skoðun Benayoun hefur verið deilt með Javier Mascherano sem telur að enn sé mikil vinna eftir áður en það kemur í ljós hvort liðið kemst í átta-liða úrslit
Hinn argentínski sagði: "Þessi sigur mun ekki breyta því hvernig við nálgumst seinni leikinn, að minnsta kosti er það viðhorf sem við verðum að hafa. Við verðum að koma inn í leikinn með sama hugarfari og fyrir þann síðasta. Við erum ánægðir með frammistöðuna, sérstaklega með hvernig við brugðumst við því að heyra að Steven Gerrard mundi ekki byrja leikinn og eftir að Fernando Torres varð að fara út af vegna meiðsla. Það eru enn 90 mínútur eftir sem verða spennuþrungnar. En núna erum við ánægðir og getum fagnað þessum útisigri."
Liðin munu mætast að nýju á Anfield eftir tvær vikur, og þá á Juande Ramos fáa kosti aðra en að senda menn sína út í sóknarhug.
Fyrirliðinn í leiknum í Madrid, Jamie Carragher, sagði:"Útivallarmörk gilda mikið í Evrópukeppni og það þýðir að þeir þurfa að ná marki í seinni leiknum. Ef þeir koma framar á móti okkur veitir það okkur pláss og gerir hlutina auðveldari. Okkur hefur vegnað vel í þessari keppni með því að vera skipulagðir. Við erum með eitt best skipulagða liðið í keppninni. Það er ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svo vel undanfarin ár og í kvöld. Þetta var markmið okkar fyrir leikinn, að halda hreinu og skora mark. En nú er aðeins hálfleikur. Þeir vita að þeir þurfa að koma á Anfield og skora, svo allt er opið ennþá."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan