Rafa vill að leikmenn sínir rífi sig upp!
Rafael Benítez er auðvitað mjög ósáttur við leik helgarinnar þegar Liverpool tapaði sínum öðrum deildarleik á leiktíðinni þegar liðið heimsótti Middlesborough. En það er stutt í næsta leik gegn Sunderland annað kvöld og Rafa vill að leikmenn sínir rífi sig upp í honum og vinni sigur.
"Við áttum góð færi í leiknum á laugardaginn en eftir fyrsta markið urðum við taugaóstyrkir og æstir. Við gerðum svo enn fleiri mistök eftir að þeir skoruðu aftur. Þetta var einfaldlega ekki nógu gott hjá okkur. Ég og leikmennirnir vorum mjög vonsviknir. Það var erfitt að vinna titilinn fyrir þennan leik og það verður enn erfiðara núna."
Möguleikarnir á Englandsmeistaratitlinum minnkuðu mikið við tapið gegn Boro. Nú þarf að snúa við blaðinu.
"Við ræddum það á æfingu að við verðum að bæta okkur og sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að bregðast hart við og vonandi verður raunin sú. Það vita allir hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir okkur. Það er endalaust hægt að ræða um forystuna hjá United en við þurfum að ná þremur stigum gegn Sunderland og sjá til hvernig þeim vegnar í sínum leik."
Liverpool þarf nú ekki síður að huga að liðunum fyrir neðan en ofan og Chelsea er nú sem stendur í öðru sætinu á markahlutfalli. Þrjú stig eru því alger nauðsyn en þau eru nú reyndar nauðsynleg úr hverjum einasta deildarleik.
Liverpool hefur nú aðeins unnið tvö af þeim sjö deildarleikjum sem liðið hefur spilað frá áramótum. Jafnteflin eru fjögur. Sigra er þörf!
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu