Steve McManaman heldur að Liverpool fari áfram
Steve McManaman hefur bæði spilað með Liverpool og Real Madrid. Hann spáir því að Liverpool muni slá Real út úr Meistaradeildinni annað kvöld. Sjálfur varð hann tvívegis Evrópumeistari með Real Madrid. Fyrst árið 2000 og svo 2003. Hann varð líka spænskur meistari 2001 og 2003. Steve naut tíma síns í Madríd en hann heldur samt með Liverpool í rimmu þessara tveggja liða sem hann lék lengst af með.
"Ég þekki framkvæmdastjórann og nokkra af leikmönnunum og ég var í 15 ár hjá félaginu. Þetta er félagið mitt og ég bý enn í borginni. Það má þó ekki misskilja mig því mig langar til að Real gangi vel en ekki þó þegar liðið á að spila við Liverpool."
Steve varð auðvitað spenntur þegar Liverpool og Real Madrid drógust saman. Honum fannst þó strax að Liverpool væri sigurstranglegra liðið.
"Mér fannst alltaf líklegra að Liverpool kæmist áfram þegar liðin drógust saman. Liverpool er þó kannski í svolítið erfiðari aðstöðu því núna dugir liðinu 0:0 jafntefli til að komast áfram en liðið verður að spila sóknarleik frekar en að stefna á jafntefli. Það myndast alltaf taugaspenna þegar á að spila upp á jafntefli. Real mun örugglega reyna að sækja og það ætti að henta Liverpool vel því þá opnast örugglega svæði. Svo á liðið örugglega eftir að fá færi eftir föst leikatriði því Real er ekki of sterkt í að verjast slíkum aðstæðum. Liverpool þarf samt að hafa góðar gætur á Arjen Robben, Raul og Gonzalo Higuain. Svo er Guti kominn aftur. Hann er snjall sendingarmaður og getur gefið góðar stungusendingar. Það þarf því að hafa passa sóknarmenn Real vel. Þetta verður eitt af þessum einstöku Evrópukvöldum og stemmningin verður ótrúleg. Þessi magnaða stemmning er líka ein ástæðan fyrir því að ég get ekki séð annað en að Liverpool muni vinna."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!