Rafa vonast eftir 100. sigrinum á morgun!
Leikur Liverpool og Manchester United gæti farið í sögubækurnar sem 100. sigur liðsins í ensku deildinni undir stjórn Rafa Benítez. Liðið hefur nú unnið 99 leiki undir stjórn Benítez og hann segist ekki geta hugsað sér betri stað til að landa 100. sigrinum á, en einmitt Old Trafford!
Hann tekur þó skýrt fram að hann sækist ekki eftir því að komast persónulega til metorða, aðalatriðið sé alltaf velgengni liðsins, en sigur í leiknum á morgun myndi þýða að Liverpool ætti enn dálitla möguleika á enska meistaratitlinum.
,,Ég vissi nú ekkert um þessa tölfræði", sagði Benítez í samtali við Liverpool Echo í dag. ,,En þetta sýnir að við erum á réttri leið. Maður nær aldrei árangri nema maður sé með góðan mannskap í höndunum og þessvegna eiga leikmennirnir alveg eins mikið í þessum sigrum eins og ég."
,,Ef við vinnum á morgun þá gerir það þessa tölfræði vissulega enn glæsilegri, en í mínum huga er stigataflan í deildinni eina tölfræðin sem skiptir máli á þessari stundu. Við viljum fá fleiri stig, það er eina tölfræðin sem máli skiptir þegar allt kemur til alls."
,,Við vitum allir að við getum unnið hvaða lið ef við sýnum okkar bestu hliðar þannig að nú einbeitum við okkur að því að ná því á morgun. Við náðum frábærum úrslitum í Meistaradeildinni á þriðjudaginn og við verðum að taka sjálfstraustið sem sá sigur gaf okkur með okkur í leikinn á morgun."
Takist Liverpool að landa sigri á morgun verður Benítez þriðji fljótasti framkvæmdastjórinn í sögu Liverpool til að ná 100 sigra markinu. Leikurinn á morgun er 181. deildarleikur liðsins undir stjórn Spánverjans og aðeins goðsagnirnar Bob Paisley og Kenny Dalglish hafa náð 100 sigra markinu fyrr. Dalglish náði sínum 100 sigri í 167. leik og Paisley þurfti 179 leiki með liðið til að landa 100 sigrum.
Bill Shankly er síðan sem stendur í 3. sæti með 100 sigra í 184 leikjum, þannig að Benítez hefur 3 leiki til að slá honum við; leikinn á morgun og síðan viðureignirnar við Aston Villa og Fulham.
Það er gaman að geta þess að það tók sjálfan Alex Ferguson 231 leik að ná þessu marki með Manchester United.
En Benítez vill ekki velta sér upp úr þessum talnaleikjum, forgangsatriði í hans huga er einfaldlega að minnka forskot Man. U. á toppi deildarinnar með því að landa sigri á Old Trafford á morgun.
,,Ég hef sagt það áður að ef við vinnum þá eigum við enn möguleika á enska titlinum, en ef við töpum þá erum við svo gott sem úr leik. Samt sem áður má ekki gleyma því að við erum í ágætri stöðu, miklu betri en um sama leyti í fyrra, þannig að við erum greinilega á uppleið."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!