Fyrrum keppinautar spá í stórslaginn
Þeir Ian Rush og Peter Schmeichel mættust oft á síðasta áratugi síðustu aldar sem leikmenn Liverpool og Manchester United. Þá gekk ætíð mikið á og ekki er við öðru að búast en hart verði tekist á þegar þessi miklu stórlið mætast í Manchester á morgun. Hér gefa þeir félagar sitt álit á stórleiknum mikilvæga.
Álit Ian Rush...
Liverpool má alls ekki tapa þessum leik. Við verðum að ná einhverju út úr þessum leik. Takist það mun það líka færa Chelsea trú á að þeir geti náð United. Við unnum þá 2:1 á Anfield og liðið verður að trúa því að það geti unnið í annan gang. United er í þægilegri stöðu núna því þeir eru með góða forystu í deildinni og liðið má jafnvel við að tapa leiknum. En það skiptir öllu að Liverpool reyni allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að mótherjarnir vinni deildina.
Álit Peter Schmeichel...
Þetta er mjög mikilvægur leikur en við getum unnið deildina án þess að vinna hann. Þó svo að við töpum á laugardaginn þá mun það ekki hafa úrslitaáhrif á möguleika okkar á titlinum og ég veit að tap mun ekki hafa þau áhrif á sjálfstraustið. Líklega finnst mönnum í herbúðum Liverpol að United hafi verið að spila vel en Alex Ferguson sagðist ekki hafa verið ánægður með leik liðsins þegar það lagði Inter Milan að velli. Hann sagði leikmönnum sínum að hann sætti sig ekki við að mótherjarnir hafi fengið svona mörg marktækifæri og þessi leikur er honum mjög mikilvægur.
Álit þeirra Ian og Peter birtist á vefsíðu BBC.
Hér eru myndir úr leikjum liðanna frá síðustu árum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!