| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ég gjörði rétt!
Yossi Benayoun hefur verið meiddur síðustu tvær vikurnar eða svo. Hann fór samt til Ísraels um helgina og spilaði með ísraelska landsliðinu.
Ísrael er í harðri baráttu um að komast á HM í Suður Afriku. Yossi ákvað því að fara til heimalands síns og spila með landsliðinu þótt að hann hefði ekki eiginlegt samþykki forráðamanna Liverpool fyrir förinni. Hann sagðist einfaldlega ekki hafa getað hugsað sér að missa af þessum mikilvæga leik og það hefðu verið mestu vonbrigðin á ferlinum að hans sögn ef hann hefði verið um kyrrt í Liverpool.
,,Ég átti í smá útistöðum við Liverpool því þeir vildu eiginlega ekki að ég færi til Ísraels. En ég ætla að spila leikinn svo lengi sem ég veit að ég er leikfær. Ég er tilbúinn að hætta heilsu minni til að taka þátt í þessum leik."
Yossi átti góðan leik með landsliðinu og lagði upp jöfnunarmarkið í 1:1 jafntefli við Tryki. Það fór þó illa fyrir honum á lokakafla leiksins en þá meiddist hann á kálfa og varð að fara af leikvelli. Þrátt fyrir að hafa meiðst þá segir Yossi að það hafi verið rétt hjá sér að fara til Ísraels.
,,Ég tók rétta ákvörðun svo einfalt er það nú."
Ísrael spilar aftur við Tyrki á morgun og það verður fróðlegt að sjá hvort Yossi getur tekið þátt í þeim leik. Svo er að sjá hvort hollusta Yossi við þjóðland sitt á eftir að draga dilk á eftir sér þegar hann snýr aftur í herbúðir Liverpool.
Ísrael er í harðri baráttu um að komast á HM í Suður Afriku. Yossi ákvað því að fara til heimalands síns og spila með landsliðinu þótt að hann hefði ekki eiginlegt samþykki forráðamanna Liverpool fyrir förinni. Hann sagðist einfaldlega ekki hafa getað hugsað sér að missa af þessum mikilvæga leik og það hefðu verið mestu vonbrigðin á ferlinum að hans sögn ef hann hefði verið um kyrrt í Liverpool.
,,Ég átti í smá útistöðum við Liverpool því þeir vildu eiginlega ekki að ég færi til Ísraels. En ég ætla að spila leikinn svo lengi sem ég veit að ég er leikfær. Ég er tilbúinn að hætta heilsu minni til að taka þátt í þessum leik."
Yossi átti góðan leik með landsliðinu og lagði upp jöfnunarmarkið í 1:1 jafntefli við Tryki. Það fór þó illa fyrir honum á lokakafla leiksins en þá meiddist hann á kálfa og varð að fara af leikvelli. Þrátt fyrir að hafa meiðst þá segir Yossi að það hafi verið rétt hjá sér að fara til Ísraels.
,,Ég tók rétta ákvörðun svo einfalt er það nú."
Ísrael spilar aftur við Tyrki á morgun og það verður fróðlegt að sjá hvort Yossi getur tekið þátt í þeim leik. Svo er að sjá hvort hollusta Yossi við þjóðland sitt á eftir að draga dilk á eftir sér þegar hann snýr aftur í herbúðir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan