| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Terry hlakkar ekki til að mæta Gerrard
Núna styttist óðum í enn eina viðureign Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu og segir fyrirliði Chelsea, John Terry að skriðið sem Steven Gerrard hefur verið á undanfarnar vikur geri það virkilega erfitt fyrir Chelsea að mæta liðinu núna.
"Þetta er líklegast versti tíminn til að mæta Gerrard." sagði John Terry, sem er bæði fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins.
"Hann er einn af albestu leikmönnum heims, á því leikur engin vafi. Hann er á frábæru skriði þessa dagana og ég eiginlega hræðist að fara þangað og mæta honum því hann er af allt öðrum styrkleikaflokki heldur en aðrir.
Svo ekki sé talað um Hryggjarstykkið í liði Liverpool - Reina, Carragher, Stevie G og Torres - þvílíkir leikmenn sem þar eru, og Gerrard er hjartað í liðinu svipað og Frank Lampard er hjá Chelsea.
Þetta verður risaslagur og við erum orðnir virkilega spenntir fyrir þessu."
Steven Gerrard var kjörin besti leikmaður mars mánaðar í ensku Úrvalsdeildinni og þykir hann einnig mjög líklegur til að vera kjörinn besti leikmaður tímabilsins.
Fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitunum mun fara fram á Anfield næst komandi miðvikudag.
Liverpool hefur lagt lið Chelsea tvisvar af velli á tímabilinu og nú er Chelsea komnir með nýjan stjóra svo það gæti verið annar bragur á liðinu þegar þessi lið mætast svo búast má við frábærri skemmtun.
"Þetta er líklegast versti tíminn til að mæta Gerrard." sagði John Terry, sem er bæði fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins.
"Hann er einn af albestu leikmönnum heims, á því leikur engin vafi. Hann er á frábæru skriði þessa dagana og ég eiginlega hræðist að fara þangað og mæta honum því hann er af allt öðrum styrkleikaflokki heldur en aðrir.
Svo ekki sé talað um Hryggjarstykkið í liði Liverpool - Reina, Carragher, Stevie G og Torres - þvílíkir leikmenn sem þar eru, og Gerrard er hjartað í liðinu svipað og Frank Lampard er hjá Chelsea.
Þetta verður risaslagur og við erum orðnir virkilega spenntir fyrir þessu."
Steven Gerrard var kjörin besti leikmaður mars mánaðar í ensku Úrvalsdeildinni og þykir hann einnig mjög líklegur til að vera kjörinn besti leikmaður tímabilsins.
Fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitunum mun fara fram á Anfield næst komandi miðvikudag.
Liverpool hefur lagt lið Chelsea tvisvar af velli á tímabilinu og nú er Chelsea komnir með nýjan stjóra svo það gæti verið annar bragur á liðinu þegar þessi lið mætast svo búast má við frábærri skemmtun.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan