| Sf. Gutt
Yossi Benayoun skoraði sigurmark Liverpool gegn Fulham á allra síðustu stundu. Venjulegum leiktíma var lokið og komið fram í viðbótartíma þegar Yossi skoraði gullvægt mark sem gæti verið eitt það þýðingarmesta á leiktíðinni.
"Það var frábær tilfinning að skora á siðustu mínútunni. Við vorum búnir að misnota mörg færi og maður var farinn að halda að þetta væri einn af þessum dögum þegar ekkert gengur upp. Það voru því allir í skýjunum þegar við náðum að skora á síðustu mínútu leiksins. Við erum búnir að sanna oft á þessari leiktíð að við gefumst aldrei upp og við berjumst alltaf þar til yfir lýkur. Það er mikill skapstyrkur í liðinu og hann höfum við sýnt með því að vinna marga leiki með því að skora á síðustu mínútnni á þessari leiktíð. Það er mikið eftir af leiktíðinn. Ég vona bara að við höldum áfram að vinna og þeir tapi einhverjum stigum."
Yossi hefur mikið dálæti á stuðningsmönnum Liverpool og hann vill tileinka þeim markið sem færði Liverpool sigur á Fulham.
"Við eigum bestu stuðningsmenn í heim. Þeir koma á heimaleikina okkur og fylgja okkur svo hvert á land sem er. Alltaf standa þeir þétt við bakið á okkur. Það var frábært að sjá þá fagna í lok leiksins og það var gaman að skora þetta mark fyrir þá. Ég vona að það verði fagnað svona mikið þegar leiktíðinni lýkur því það myndi tákna að við hefðum orðið meistarar. "
TIL BAKA
Yossi tileinkar stuðningsmönnunum markið

"Það var frábær tilfinning að skora á siðustu mínútunni. Við vorum búnir að misnota mörg færi og maður var farinn að halda að þetta væri einn af þessum dögum þegar ekkert gengur upp. Það voru því allir í skýjunum þegar við náðum að skora á síðustu mínútu leiksins. Við erum búnir að sanna oft á þessari leiktíð að við gefumst aldrei upp og við berjumst alltaf þar til yfir lýkur. Það er mikill skapstyrkur í liðinu og hann höfum við sýnt með því að vinna marga leiki með því að skora á síðustu mínútnni á þessari leiktíð. Það er mikið eftir af leiktíðinn. Ég vona bara að við höldum áfram að vinna og þeir tapi einhverjum stigum."
Yossi hefur mikið dálæti á stuðningsmönnum Liverpool og hann vill tileinka þeim markið sem færði Liverpool sigur á Fulham.
"Við eigum bestu stuðningsmenn í heim. Þeir koma á heimaleikina okkur og fylgja okkur svo hvert á land sem er. Alltaf standa þeir þétt við bakið á okkur. Það var frábært að sjá þá fagna í lok leiksins og það var gaman að skora þetta mark fyrir þá. Ég vona að það verði fagnað svona mikið þegar leiktíðinni lýkur því það myndi tákna að við hefðum orðið meistarar. "
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan