| Sf. Gutt

Minning þeirra 96 heiðruð í dag!

Stuðningsmenn Liverpool minntust fallinna félaga sinna fyrir leik Liverpool og Blackburn Rovers á Anfield Road í dag. Á miðvikudaginn verða 20 ár liðin frá því 96 stuðningsmenn Liverpool létust á Hillsborough í Sheffield.
 
Þeirra 96 er minnst á hverju ári en minningu þeirra verður líklega aðeins meira haldið á lofti í ár vegna þess að sléttir tveir áratugir eru nú liðinir frá harmleiknum. Fórnarlamba harmleiksins er jafnan minnst á þeim heimaleik Liverpool sem næstur er 15. apríl. Svo var gjört í dag.  
 
Í dag var fallegur og bjartur dagur í Liverpool og sólin skein skært. Stuðningsmenn Liverpool sungu You´ll Never Walk Alone af aðeins meiri innlifun en venjulega fyrir leikinn. Leikmenn liðanna gengu svo til leiks. Leikmenn beggja liða báru að sjálsögðu sorgarbönd. Þeirra sem létust var því næst minnst með einnar mínútu þögn.

Áður er þögnin tók við gekk Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, yfir að The Kop með blómsveig til minningar um þá 96 stuðningsmenn Liverpool sem létust á Hillsborough. Þegar hann kom að markinu fyrir framan Kop stúkuna lagði hann blómin á jörðina. Þetta var tilfinningaþrungið andartak og vel við hæfi að Stephen skyldi vera fulltrúi gestanna við þessa athöfn. Áhorfendur á Anfield Road klöppuðu mikið og innilega fyrir Stephen uppeldissyni Liverpool.

Leikurinn tók svo við en á miðvikudaginn munu þúsundir snúa aftur á Anfield Road til árlegrar minnningarathafnar um hina föllnu 96 sem fóru að horfa á liðið sitt og sneru ekki lifandi aftur.

Hér má sjá frétt BBC frá Anfield í dag.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan