Mörkin voru fyrir stuðningsmennina á himnum!
"Ég vil tileinka þessi mörk þeim 96 sem létust og fjölskyldum þeirra því ég veit að laugardagurinn var sérstakur dagur fyrir þetta fólk því þetta var sá heimaleikur sem er næst deginum sem minning þeirra nánustu verður heiðruð. Mér finnst þessi mörk svolítið merkilegri en önnur út af því að minningarathöfnin verður haldin á miðvikudaginn. Öll mörkin voru fyrir þetta fólk og alla stuðningsmenn félagsins. Við eigum eftir að sjá allt þetta fólk aftur á miðvikudaginn og við vitum hversu mikilvægur sá dagur er fyrir það og alla stuðningsmenn Liverpool. Leikur okkar á þriðjudaginn verður enn mikilvægari fyrir vikið því við ætlum að reyna að komast áfram fyrir fjölskyldur þeirra 96."
Fernando Torres fagnaði fyrra marki sínu með því að benda til himins. Þannig tileinkaði hann markið þeim 96 á táknrænan hátt. "Þetta var fyrir stuðningsmennina sem eru á himnum," sagði Fernando eftir leikinn.
Fyrra markið sem Fernando Torres skoraði á laugardaginn var stórkostlegt skot sem hefur verið líkt við frægt mark sem Marco van Basten skoraði fyrir Hollendinga þegar þeir unnu Sovétmenn 2:0 í úrslitaleik Evrópukeppni landsliða árið 1988. Þykir það mark eitt fallegasta mark knattspyrnusögunnar. Fernando gerir lítið úr þeirri samlíkingu.
"Ég held að þetta mark hafi nú ekki verið eins og markið sem Marco skoraði. Hann var einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar og ég er ekki eins og góður og hann var. Ég veit ekki hvort fyrsta markið sé það fallegasta sem ég hef skorað en það er kannski eitt af þeim fallegri. Maður reynir stundum að skora svona en venjulega fer boltinn framhjá en núna lá hann inni. Þetta var gott mark og góð byrjun á leiknum."
Rafael Benítez segir markið glæsilegt og það hafi verið líkt markinu sem Marco van Basten skoraði. "Fyrra markið sem Fernando skoraði var virkilega glæsilegt og ég hugsa að það hafi verið líkt hinu fræga marki sem Marco van Basten skoraði. Ég er einn af þeim framkvæmdastjórum sem vill alltaf gera meiri kröfur til leikmanna minna og Fernando veit að hann þarf að bæta sig meira áður en hann verður álíka góður og Marco van Basten."
Hér eru svo mörkin sem Fernando Torres tileinkaði fórnarlömbum harmleiksins á Hillsborough.
Mark númer eitt...
Mark númer tvö...
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!