Steven verður líklega leikfær gegn Chelsea
Steven Gerrard verður að öllum líkindum leikfær annað kvöld þegar Liverpool leikur seinni leikinn gegn Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Steven var varamaður þegar Liverpool vann Blackburn 4:0 á laugardaginn og kom ekkert við sögu. Vitað er að Steven er slæmur í nára og viss áhætta er í hverjum leik, sem hann spilar, að meiðslin versni. Hvíldin á laugardaginn var því góð fyrir fyrirliðann.
Rafael Benítez segir góðar líkur að Steven geti spilað gegn Chelsea. "Steven er betri. Hann hefur verið að vinna með sjúkraþjálfurunum og hann mun æfa aftur seinna í dag. Við förum svo yfir stöðuna með læknunum. Steven fer með okkur til London og ég mun taka ákvörðun á morgun um hvort hann spilar. Við erum 3:1 undir og vitum að Steven getur skipt sköpum ef hann leikur með og spilar vel."
Liverpool hefur úr öllum sínum bestu mönnum að velja fyrir leikinn. Javier Mascherano var í leikbanni í fyrri leiknum en er nú laus úr því. Liverpool þarfa að skora minnst þrjú mörk til að komast áfram og það verður þrautin þyngri. Tvö duga ekki því þá verður staðan jöfn 3:3 og Chelsea fer áfram á útimörkum. Ef Liverpool vinnur 3:1 verður leikurinn framlengdur. Liverpool hefur ekki skorað þrjú mörk á Stamford Brigde síðan liðið vann þar 5:2 leiktíðina 1989/90.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna