| Sf. Gutt
TIL BAKA
Evrópudraumurinn úti eftir ótrúlegan leik
Evrópudraumur Liverpool endaði líkt og á síðustu leiktíð á Stamford Bridge. Ævintýralegri rimmu lauk með því að Chelsea komst áfram. Leikmenn Liverpool börðust hetjulega á Brúnni og voru ekki langt frá því að komast áfram. Leiknum í kvöld lauk 4:4 og Chelsea komst áfram 7:5!
Það lá fyrir að Liverpool þurfti að skora minnst þrjú mörk í kvöld. Þótti mörgum litlar líkur á því en leikmenn liðsins höfðu greinilega trú á verkefninu og það þó Steven Gerrard gæti ekki leikið með vegna meiðsla. Liverpool hóf leikinn af krafti og á 13. mínútu komst Fernando Torres í gott færi í teignum eftir að hafa fengið frábæra hælsendingu frá Yossi Benayoun. Fernando lék á einn varnarmann en skot hans fór rétt yfir. Rétt á eftir fékk Chelsea aukaspyrnu rétt utan vítateigs en Frank Lampard skaut naumlega framhjá. Á 19. mínútu náði Liverpool forystu. Fabio Aurelio tók þá aukaspyrnu úti á hægri kanti. Flestir áttu von á fyrirgjöf en Brasilíumaðurinn sá að nærhornið var óvarið og þangað skaut hann boltanum. Boltinn lá í markinu án þess að Petr kæmi neinum vörnum við. Frábærlega gert hjá Fabio sem var þarna fljótur að hugsa.
Liverpool tók nú öll völd og hagur liðsins vænkaðist enn níu mínútum seinna. Xabi Alonso var þá rifinn niður af Branislav Ivanovic eftir hornspyrnu og dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Xabi tók spyrnuna sjálfur og þrumaði boltanum í markið. Í næstu sókn vildu leikmenn Chelsea fá víti eftir að Jamie Carragher hafði náð boltanum af Branislav en ekkert var dæmt. Hægt hefði verið að dæma víti. Á lokamínútu hálfleiksins slapp Chelsea með skrekkinn. Dirk Kuyt skallaði þá, eftir góða fyrirgjöf Xabi, en Petr náði að slá boltann frá. í framhaldinu sendi Fabio inn á teiginn, boltinn fór í varnarmann og stefndi í autt markið þegar Ashley Cole bjargaði við marklínuna. Staða Liverpool var mjög vænleg í hálfleik því nú vantaði bara eitt mark til að slá Chelsea út.
Þriðja markið virtist ætla að koma strax eftir hlé en mark Chelsea slapp naumlega þegar Fabio sendi boltann að markinu eftir að að Petr missti af boltanum. Boltinn fór þó framhjá og nú fóru heimamenn að bíta frá sér. Á 52. mínútu sendi Nicolas Anelka, sem kom inn sem varamaður í fyrri hálfleik, fyrir frá hægri. Sendingin virtist ekki hættuleg fyrr en Didier Drogba náði að pota í boltann við nærstöngina. Boltinn breytti snöggt um stefnu og Jose Reina náði ekki að verja sem hann hefði kannski átt að gera. Rétt á eftir skaut Didier, sem var varnarmönnum Liverpool erfiður ljár í þúfu, rétt framhjá úr aukaspyrnu. Chelsea fékk fjölmargar aukaspyrnur rétt utan vítateigs Liverpool í leiknum. Of margar að mati leikmanna Liverpool! Á 57. mínútu kom ein slík sem Alex hamraði í mark með sannkölluðum þrumufleyg. Forysta Liverpool var nú gufuð upp og möguleiki á áframhaldi úr sögunni á nýjan leik.
Liverpool þurfti samt bara tvö mörk til að komast áfram og leikmenn liðsins fóru að ná áttum þegar leið á hálfleikinn eftir slæma byrjun á honum. Eftir rúman klukkutíma átti Javier Mascherano hörkuskot sem Petr hélt ekki. Yossi náði frákastinu en náði ekki að skora. Nokkrum mínútum seinna reif Didier sig lausan og sendi fyrir markið á Michael Ballack sem fékk boltann í opnu færi en Jose varði laust skot hans. Þar fór Þjóðverjinn sem betur fer illa að ráði sínu. Á 71. mínútu fékk Fernando boltann rétt utan teigs en skot hans fór rétt framhjá. Á 76. mínútu virtist Chelsea gera endanlega út um leikinn. Didier braust upp vinstra megin, lék framhjá Martin Skrtel og sendi fyrir markið á Frank Lampard sem skoraði af stuttu færi. Jose hafði hönd á boltanum en allt kom fyrir ekki.
Síðustu tíu mínúturnar voru ótrúlegar. Á 81. mínútu fékk Lucas Leiva boltann um 25 metra frá marki. Hann skaut snöggt að marki og boltinn lá í markinu eftir að hafa rekist í Michael Essien á leiðinni. Vel gert hjá Brasilíumanninum sem stóð sig vel á miðjunni. Enn var von og mínútu síðar fékk sú von aukið líf. Albert Riera, sem kom inn á, fékk boltann úti við vítateiginn vinstra megin. Hann lék á varnarmann og sendi fyrir markið. Við markteiginn stökk Dirk Kuyt manna hæst og skallaði í markið. Allt í einu þurfti Liverpool bara eitt mark og nógur tími eftir! Það átti þó ekki að liggja fyrir Liverpool að komast áfram. Mínútu fyrir leikslok fékk Nicolas boltann hægra megin í teignum og náði að renna honum út á Frank sem skoraði með viðstöðulausu skoti í báðar stangir og inn. Jose kom ekki við neinum vörnum og nú var staðan orðin 4:4. Litlu munaði að Liverpool næði sigri en Michael Essien náði að skalla frá á marklínu eftir skot frá varamanninum David Ngog. Það var sárt að falla úr leik eftir að hafa skorað heil fjögur mörk á Stamford Bridge en leikmenn Liverpool geta verið stoltir eftir hetjulega baráttu.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Alex, Carvalho, A. Cole, Kalou (Anelka 36. mín.), Ballack, Essien, Lampard, Malouda og Drogba (Di Santo 90). Ónotaðir varamenn: Hilario, Mikel, Deco, Belletti og Mancienne.
Mörk Chelsea: Didier Drogba (52. mín.), Alex (57. mín.), Frank Lampard (76. og 89. mín.).
Gul spjöld: Branislav Ivanovic, Ricardo Carvalho og Ashley Cole.
Liverpool: Reina, Arbeloa (Babel 85. mín.), Carragher, Skrtel, Aurelio, Leiva, Mascherano (Riera 69. mín.), Alonso, Kuyt, Torres (Ngog 80) og Benayoun. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypia og Agger.
Mörk Liverpool: Fabio Aurelio (19. mín.), Xabi Alonso, víti, (28. mín.), Lucas Leiva (81. mín.) og Dirk Kuyt (82. mín.).
Gul spjöld: Yossi Benayoun og Alvaro Arbeloa.
Áhorfendur á Stamford Bridge: 38.286.
Maður leiksins: Xabi Alonso. Hann stjórnaði öllu eins og herforingi á miðjunni í fyrri hálfleik og þótt hann hafi ekki spilað jafn vel í þeim síðari þá sýndi hann hversu magnaður miðjumaður hann er. Hann fékk svo vítaspyrnu sem hann skoraði úr af miklu öryggi.
Rafael Benítez: Við sýndum hvað í okkur er spunnið og við getum verið mjög vel stoltir. Leikmennirnir stóðu sig frábærlega og stuðningsmennirnir eru örugglega mjög ánægðir með liðið. Það eru auðvitað alltaf vonbrigði að tapa en maður getur borið höfuðið hátt og verið stoltur eftir að hafa tapað eftir svona framgöngu.
Fróðleiksmolar: - Þetta var fimmta Evrópurimma Liverpool og Chelsea á fimm síðustu leiktíðum. - Liverpool féll úr leik á Stamford Bridge í Evrópukeppni aðra leiktíðina í röð. - Fabio Aurelio skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni. - Xabi Alonso skoraði fjórða mark sitt á þessari sparktíð. - Lucas Leiva skoraði í annað sinn á leiktíðinni. - Dirk Kuyt skoraði 11. mark sitt á þessu keppnistímabili.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Það lá fyrir að Liverpool þurfti að skora minnst þrjú mörk í kvöld. Þótti mörgum litlar líkur á því en leikmenn liðsins höfðu greinilega trú á verkefninu og það þó Steven Gerrard gæti ekki leikið með vegna meiðsla. Liverpool hóf leikinn af krafti og á 13. mínútu komst Fernando Torres í gott færi í teignum eftir að hafa fengið frábæra hælsendingu frá Yossi Benayoun. Fernando lék á einn varnarmann en skot hans fór rétt yfir. Rétt á eftir fékk Chelsea aukaspyrnu rétt utan vítateigs en Frank Lampard skaut naumlega framhjá. Á 19. mínútu náði Liverpool forystu. Fabio Aurelio tók þá aukaspyrnu úti á hægri kanti. Flestir áttu von á fyrirgjöf en Brasilíumaðurinn sá að nærhornið var óvarið og þangað skaut hann boltanum. Boltinn lá í markinu án þess að Petr kæmi neinum vörnum við. Frábærlega gert hjá Fabio sem var þarna fljótur að hugsa.
Liverpool tók nú öll völd og hagur liðsins vænkaðist enn níu mínútum seinna. Xabi Alonso var þá rifinn niður af Branislav Ivanovic eftir hornspyrnu og dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Xabi tók spyrnuna sjálfur og þrumaði boltanum í markið. Í næstu sókn vildu leikmenn Chelsea fá víti eftir að Jamie Carragher hafði náð boltanum af Branislav en ekkert var dæmt. Hægt hefði verið að dæma víti. Á lokamínútu hálfleiksins slapp Chelsea með skrekkinn. Dirk Kuyt skallaði þá, eftir góða fyrirgjöf Xabi, en Petr náði að slá boltann frá. í framhaldinu sendi Fabio inn á teiginn, boltinn fór í varnarmann og stefndi í autt markið þegar Ashley Cole bjargaði við marklínuna. Staða Liverpool var mjög vænleg í hálfleik því nú vantaði bara eitt mark til að slá Chelsea út.
Þriðja markið virtist ætla að koma strax eftir hlé en mark Chelsea slapp naumlega þegar Fabio sendi boltann að markinu eftir að að Petr missti af boltanum. Boltinn fór þó framhjá og nú fóru heimamenn að bíta frá sér. Á 52. mínútu sendi Nicolas Anelka, sem kom inn sem varamaður í fyrri hálfleik, fyrir frá hægri. Sendingin virtist ekki hættuleg fyrr en Didier Drogba náði að pota í boltann við nærstöngina. Boltinn breytti snöggt um stefnu og Jose Reina náði ekki að verja sem hann hefði kannski átt að gera. Rétt á eftir skaut Didier, sem var varnarmönnum Liverpool erfiður ljár í þúfu, rétt framhjá úr aukaspyrnu. Chelsea fékk fjölmargar aukaspyrnur rétt utan vítateigs Liverpool í leiknum. Of margar að mati leikmanna Liverpool! Á 57. mínútu kom ein slík sem Alex hamraði í mark með sannkölluðum þrumufleyg. Forysta Liverpool var nú gufuð upp og möguleiki á áframhaldi úr sögunni á nýjan leik.
Liverpool þurfti samt bara tvö mörk til að komast áfram og leikmenn liðsins fóru að ná áttum þegar leið á hálfleikinn eftir slæma byrjun á honum. Eftir rúman klukkutíma átti Javier Mascherano hörkuskot sem Petr hélt ekki. Yossi náði frákastinu en náði ekki að skora. Nokkrum mínútum seinna reif Didier sig lausan og sendi fyrir markið á Michael Ballack sem fékk boltann í opnu færi en Jose varði laust skot hans. Þar fór Þjóðverjinn sem betur fer illa að ráði sínu. Á 71. mínútu fékk Fernando boltann rétt utan teigs en skot hans fór rétt framhjá. Á 76. mínútu virtist Chelsea gera endanlega út um leikinn. Didier braust upp vinstra megin, lék framhjá Martin Skrtel og sendi fyrir markið á Frank Lampard sem skoraði af stuttu færi. Jose hafði hönd á boltanum en allt kom fyrir ekki.
Síðustu tíu mínúturnar voru ótrúlegar. Á 81. mínútu fékk Lucas Leiva boltann um 25 metra frá marki. Hann skaut snöggt að marki og boltinn lá í markinu eftir að hafa rekist í Michael Essien á leiðinni. Vel gert hjá Brasilíumanninum sem stóð sig vel á miðjunni. Enn var von og mínútu síðar fékk sú von aukið líf. Albert Riera, sem kom inn á, fékk boltann úti við vítateiginn vinstra megin. Hann lék á varnarmann og sendi fyrir markið. Við markteiginn stökk Dirk Kuyt manna hæst og skallaði í markið. Allt í einu þurfti Liverpool bara eitt mark og nógur tími eftir! Það átti þó ekki að liggja fyrir Liverpool að komast áfram. Mínútu fyrir leikslok fékk Nicolas boltann hægra megin í teignum og náði að renna honum út á Frank sem skoraði með viðstöðulausu skoti í báðar stangir og inn. Jose kom ekki við neinum vörnum og nú var staðan orðin 4:4. Litlu munaði að Liverpool næði sigri en Michael Essien náði að skalla frá á marklínu eftir skot frá varamanninum David Ngog. Það var sárt að falla úr leik eftir að hafa skorað heil fjögur mörk á Stamford Bridge en leikmenn Liverpool geta verið stoltir eftir hetjulega baráttu.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Alex, Carvalho, A. Cole, Kalou (Anelka 36. mín.), Ballack, Essien, Lampard, Malouda og Drogba (Di Santo 90). Ónotaðir varamenn: Hilario, Mikel, Deco, Belletti og Mancienne.
Mörk Chelsea: Didier Drogba (52. mín.), Alex (57. mín.), Frank Lampard (76. og 89. mín.).
Gul spjöld: Branislav Ivanovic, Ricardo Carvalho og Ashley Cole.
Liverpool: Reina, Arbeloa (Babel 85. mín.), Carragher, Skrtel, Aurelio, Leiva, Mascherano (Riera 69. mín.), Alonso, Kuyt, Torres (Ngog 80) og Benayoun. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, Hyypia og Agger.
Mörk Liverpool: Fabio Aurelio (19. mín.), Xabi Alonso, víti, (28. mín.), Lucas Leiva (81. mín.) og Dirk Kuyt (82. mín.).
Gul spjöld: Yossi Benayoun og Alvaro Arbeloa.
Áhorfendur á Stamford Bridge: 38.286.
Maður leiksins: Xabi Alonso. Hann stjórnaði öllu eins og herforingi á miðjunni í fyrri hálfleik og þótt hann hafi ekki spilað jafn vel í þeim síðari þá sýndi hann hversu magnaður miðjumaður hann er. Hann fékk svo vítaspyrnu sem hann skoraði úr af miklu öryggi.
Rafael Benítez: Við sýndum hvað í okkur er spunnið og við getum verið mjög vel stoltir. Leikmennirnir stóðu sig frábærlega og stuðningsmennirnir eru örugglega mjög ánægðir með liðið. Það eru auðvitað alltaf vonbrigði að tapa en maður getur borið höfuðið hátt og verið stoltur eftir að hafa tapað eftir svona framgöngu.
Fróðleiksmolar: - Þetta var fimmta Evrópurimma Liverpool og Chelsea á fimm síðustu leiktíðum. - Liverpool féll úr leik á Stamford Bridge í Evrópukeppni aðra leiktíðina í röð. - Fabio Aurelio skoraði sitt þriðja mark á leiktíðinni. - Xabi Alonso skoraði fjórða mark sitt á þessari sparktíð. - Lucas Leiva skoraði í annað sinn á leiktíðinni. - Dirk Kuyt skoraði 11. mark sitt á þessu keppnistímabili.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan