| Sf. Gutt
TIL BAKA
Charles Itandje settur í keppnisbann!
Markmaðurinn Charles Itandje hefur verið settur í keppnisbann af Liverpool F.C. vegna óviðeigandi hegðunar sinnar við minningarathöfnina á Anfield á miðvikudaginn. Bannið gildir í hálfan mánuð.
Forráðamenn Liverpool brugðust hart við þegar þeir fréttu af hegðun Charles og Rafael Benítez bannaði honum að mæta á æfingu í gær. Talsmaður Liverpool F.C. hafði þetta að segja um málið á hinni opinberu vefsíðu Liverpool í dag. "Charles Itandje hefur verið settur í opinbert keppnisbann í 14 daga af félaginu á meðan hegðun hans á minningarathöfninni um Hillsborough verður rannsökuð."
Frakkinn sást, í sjónvarpsútsendingu glotta og gantast við Damien Plessis, sem ekki tók undir kúnstir landa síns, á meðan lag var sungið. Charles sér nú mjög eftir háttalagi sínu og hafði þetta að segja í viðtali við staðarblaðið The Echo.
"Til að byrja með þá get ég ekkert annað gert en að biðja alla afsökunar ef ég hef móðgað einhvern. Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar. Þúsund sinnum. Ég biðst afsökunar. Ég við biðja félagið, stuðningsmennina og sérstaklega fjölskyldunnar innilegrar afsökunar. Ég ætlaði mér aldrei að móðga nokkurn mann eða sýna einhverjum vanvirðingu. Það sem gerðist á Hillsborough var harmleikur og ég ætlaði mér ekki að vanvirða minningu þess sem gerðist fyrir 20 árum. Það myndi ég aldrei gera. Ég myndi vilja hitta fulltrúa fjölskyldnanna í eigin persónu og biðjast afsökunar því ég ætlaði mér ekki að særa neinn."
Charles Itandje hefur ekkert spilað með Liverpool á þessari leiktíð. Hann lék sjö leiki á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta hjá Liverpool.
Forráðamenn Liverpool brugðust hart við þegar þeir fréttu af hegðun Charles og Rafael Benítez bannaði honum að mæta á æfingu í gær. Talsmaður Liverpool F.C. hafði þetta að segja um málið á hinni opinberu vefsíðu Liverpool í dag. "Charles Itandje hefur verið settur í opinbert keppnisbann í 14 daga af félaginu á meðan hegðun hans á minningarathöfninni um Hillsborough verður rannsökuð."
Frakkinn sást, í sjónvarpsútsendingu glotta og gantast við Damien Plessis, sem ekki tók undir kúnstir landa síns, á meðan lag var sungið. Charles sér nú mjög eftir háttalagi sínu og hafði þetta að segja í viðtali við staðarblaðið The Echo.
"Til að byrja með þá get ég ekkert annað gert en að biðja alla afsökunar ef ég hef móðgað einhvern. Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar. Þúsund sinnum. Ég biðst afsökunar. Ég við biðja félagið, stuðningsmennina og sérstaklega fjölskyldunnar innilegrar afsökunar. Ég ætlaði mér aldrei að móðga nokkurn mann eða sýna einhverjum vanvirðingu. Það sem gerðist á Hillsborough var harmleikur og ég ætlaði mér ekki að vanvirða minningu þess sem gerðist fyrir 20 árum. Það myndi ég aldrei gera. Ég myndi vilja hitta fulltrúa fjölskyldnanna í eigin persónu og biðjast afsökunar því ég ætlaði mér ekki að særa neinn."
Charles Itandje hefur ekkert spilað með Liverpool á þessari leiktíð. Hann lék sjö leiki á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta hjá Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan