| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Sammy Lee: Þetta verður hörkuleikur!
Sammy Lee segir að það muni ekki hvarfla að leikmönnum Liverpool að vanmeta lið Arsenal á morgun, jafnvel þó Lundúnaliðið eigi í nokkrum meiðslavandræðum.
Arsenal mætir á Anfield annað kvöld með nokkuð vængbrotið lið, en Robin van Persie, Emmanuel Adebayor, William Gallas, Johan Djorou, Gael Clichy og Manuel Almunia eru allir meiddir og verða því ekki með. Sammy Lee segir að leikmenn Liverpool séu ekkert að velta þvi fyrir sér, þeir viti ósköp vel hvað þurfi að gera í þeim sex leikjum sem liðið á eftir í deildinni.
,,Eru þeir með vængbrotið lið? Það hafa verið allskonar liðsuppstillingar hjá þeim í vetur, rétt eins og öðrum liðum og þeir eru með það sterkan hóp að ég sé ekki að þurfum að vera að velta þessu atriði fyrir okkur. Arsenal er ósigrað í 18 deildarleikjum í röð þannig að þessi leikur kemur aldrei til með að verða léttur, það er fáránlegt að halda því fram", sagði Sammy á blaðamannafundi í dag.
,,Arsenal liðið er vel skipulagt og vel mannað þannig að ég á ekki von á því að þeir verði á nokkurn hátt veikir fyrir. Þetta verður hörkuleikur, eins og alltaf milli þessara stórliða."
Sigur eða jafntefli í leiknum á morgun myndi koma Liverpool liðinu á topp Úrvalsdeildarinnar á ný, að minnsta kosti um stundarsakir og Sammy segir að allir geri sér grein fyrir mikilvægi leiksins.
,,Við eigum ennþá möguleika á titlinum, en til þess að við getum gert raunverulega atlögu að honum verðum við helst að vinna alla sex leikina sem eftir eru. Því miður erum við í þeirri stöðu að við vitum ekki einu sinni hvort það dugar til."
,,Hver einasti leikur og hvert einasta stig skiptir máli, við verðum bara að hugsa um einn leik í einu og reyna að hala inn eins mörg stig og mögulegt er. Hver einasti leikmaður liðsins er staðráðinn í því að gera sitt besta til að draumur okkar allra rætist loksins. Menn leggja gríðarlega hart að sér á æfingum og það er hver einasti maður tilbúinn."
Aðspurður um það hvernig honum lítist á hugsanlegu endurkomu síns gamla liðsfélaga, Kenny Dalglish, á Anfield segir Lee: ,,Það væri auðvitað stórkostlegt að fá Kenny aftur, það er engin spurning. Hann hefur gríðarlega þekkingu á boltanum og er mikill karakter, það myndu allir bjóða hann hjartanlega velkominn hingað. Að fá slíkan mann til að vinna að framtíðaruppbyggingu félagsins yrði ómetanlegt. Hann yrði góð viðbót við frábært starfslið."
Forráðamenn Liverpool hafa ekki staðfest að sögusagnirnar um endurkomu King Kenny eigi við rök að styðjast, en hann hætti sem kunnugt er störfum fyrir félagið 1991.
,,Hann hefur ekki starfað hérna síðan 1991, en þrátt fyrir það hefur hann aldrei verið langt undan. Hann mætir á alla leiki og er í góðu sambandi við marga hjá félaginu. Það er frábært að hafa hann í kringum sig, enda er hann einstakur karakter", segir Sammy Lee um sinn gamla félaga að lokum.
Arsenal mætir á Anfield annað kvöld með nokkuð vængbrotið lið, en Robin van Persie, Emmanuel Adebayor, William Gallas, Johan Djorou, Gael Clichy og Manuel Almunia eru allir meiddir og verða því ekki með. Sammy Lee segir að leikmenn Liverpool séu ekkert að velta þvi fyrir sér, þeir viti ósköp vel hvað þurfi að gera í þeim sex leikjum sem liðið á eftir í deildinni.
,,Eru þeir með vængbrotið lið? Það hafa verið allskonar liðsuppstillingar hjá þeim í vetur, rétt eins og öðrum liðum og þeir eru með það sterkan hóp að ég sé ekki að þurfum að vera að velta þessu atriði fyrir okkur. Arsenal er ósigrað í 18 deildarleikjum í röð þannig að þessi leikur kemur aldrei til með að verða léttur, það er fáránlegt að halda því fram", sagði Sammy á blaðamannafundi í dag.
,,Arsenal liðið er vel skipulagt og vel mannað þannig að ég á ekki von á því að þeir verði á nokkurn hátt veikir fyrir. Þetta verður hörkuleikur, eins og alltaf milli þessara stórliða."
Sigur eða jafntefli í leiknum á morgun myndi koma Liverpool liðinu á topp Úrvalsdeildarinnar á ný, að minnsta kosti um stundarsakir og Sammy segir að allir geri sér grein fyrir mikilvægi leiksins.
,,Við eigum ennþá möguleika á titlinum, en til þess að við getum gert raunverulega atlögu að honum verðum við helst að vinna alla sex leikina sem eftir eru. Því miður erum við í þeirri stöðu að við vitum ekki einu sinni hvort það dugar til."
,,Hver einasti leikur og hvert einasta stig skiptir máli, við verðum bara að hugsa um einn leik í einu og reyna að hala inn eins mörg stig og mögulegt er. Hver einasti leikmaður liðsins er staðráðinn í því að gera sitt besta til að draumur okkar allra rætist loksins. Menn leggja gríðarlega hart að sér á æfingum og það er hver einasti maður tilbúinn."
Aðspurður um það hvernig honum lítist á hugsanlegu endurkomu síns gamla liðsfélaga, Kenny Dalglish, á Anfield segir Lee: ,,Það væri auðvitað stórkostlegt að fá Kenny aftur, það er engin spurning. Hann hefur gríðarlega þekkingu á boltanum og er mikill karakter, það myndu allir bjóða hann hjartanlega velkominn hingað. Að fá slíkan mann til að vinna að framtíðaruppbyggingu félagsins yrði ómetanlegt. Hann yrði góð viðbót við frábært starfslið."
Forráðamenn Liverpool hafa ekki staðfest að sögusagnirnar um endurkomu King Kenny eigi við rök að styðjast, en hann hætti sem kunnugt er störfum fyrir félagið 1991.
,,Hann hefur ekki starfað hérna síðan 1991, en þrátt fyrir það hefur hann aldrei verið langt undan. Hann mætir á alla leiki og er í góðu sambandi við marga hjá félaginu. Það er frábært að hafa hann í kringum sig, enda er hann einstakur karakter", segir Sammy Lee um sinn gamla félaga að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan