| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jafntefli í ævintýralegum stórslag!
Liverpool og Arsenal skildu jöfn í ævintýralegum og sögulegum stórslag á Anfield Road í kvöld. Leiknum lauk með 4:4 jafntefli og er það annað slíkt jafntefli Liverpool á einni viku. Liverpool komst á toppinn á markahlutfalli en Manchester United á tvo leiki til góða.
Það lá fyrir áður en leikinn hófst að Liverpool þurfti að vinna alla sína leiki sem eftir voru á þessari leiktíð og það kom því ekki á óvart að Liverpool hóf leikinn af miklum krafti. Strax á 3. mínútu braust Fernando Torres inn á vítateiginn vinstra megin en Lukasz Fabianski varði. Þremur mínútum seinna náði Albert Riera skoti frá vítateig en pólski markmaðurinn varði aftur. Nokkrum mínútum seinna sendi Dirk Kuyt á Yossi Benayoun en Lukasz bjargaði með ákveðnu úthlaupi utarlega í teignum. Alvaro Arbeloa fékk boltann en Pólverjinn var aftur til varnar. Á 18. mínútu kom Fernando sér í góða skotstöðu utan teigs hægra megin en Pólverjinn varði vel í horn með því að slá boltann yfir.
Liverpool sótti og sótti en Skytturnar fegnu loks færi á 29. mínútu. Cesc Fabregas fékk þá boltann eftir að Jose Reina hafði ekki náð að kýla fyrirgjöf frá en hann hitti ekki markið. Mínútu seinna sneri Fernando Kolo Toure af sér rétt utan teigs og þrumaði að marki en Lukasz varði enn einu sinni. Hann hélt ekki boltanum sem fór í horn. Eftir hornspyrnuna náði Daniel Agger skalla sem var bjargað við marklínuna. Liverpool virtist ekki geta skorað og það var svo fullomlega gegn gangi leiksins að Arsenal skoraði á 36. mínútu. Javier Mascherano missti boltann við vítateiginn hægra megin. Samir Nasri náði boltanum og lék inn á teiginn. Hann laumaði svo boltanum inn fyrir á Cesc sem sendi fyrir markið á Rússann Andrey Arshavin sem skoraði rétt utan markteigs. Liverpool lagði þó ekki árar í bát og rétt á eftir komst Yossi í gegn en sá pólski varði enn og aftur. Á lokamínútu hálfleiksins náði Liverpool þungri sókn sem hófst með góðri fyrirgjöf frá Yossi frá vinstri. Arsenal náði að koma boltanum út út teignum þar sem Alvaro náði honum en skot hans var varið. Stuðningsmenn Liverpool trúðu varla að gestirnir væru yfir í hálfleik en sú var nú samt raunin.
Hafi Liverpool byrjað leikinn af krafti þá var sá kraftur enn meiri í upphafi síðari hálfleiks og markið sem búið var að bíða eftir kom loks á 49. mínútu. Alvaro Arbeloa sendi fyrir frá hægri. Bacary Sagna náði ekki að hreinsa og Dirk fékk boltann hægra megin. Hann reyndi að gefa fyrir en Kieran Gibbs komst fyrir. Dirk fékk boltann aftur og nú náði hann hánákvæmdi fyrirgjöf sem Fernando Torres skallaði neðst í bláhornið. Liverpool gekk nú á lagið og á 56. mínútu var forystan heimamanna. Dirk var aftur á ferðinni hægra megin og sendi fyrir markið. Við fjærstöngina henti Yossi Benayoun sér fram og skallaði boltann í mark með gríðarlegu harðfylgi. Pólverjinn náði að krafla boltann út úr markinu en markið var gott og gilt. Frábærlega gert hjá Yossi sem lá eftir vankaður en hann komst á fætur og nú töldu flestir að Liverpool hefði náð þeim tökum á leiknum sem myndu duga til sigurs en það var mikið eftir enn!
Á 63. mínútu sendi Yossi út til vinstri á Albert sem tók góða rispu inn í teig en þar var bjargað í horn frá honum. Á 67. mínútu skallaði Jamie Carragher frá út á Alvaro en hann svaf á verðinum. Andrey náði boltanum af honum og skoraði með glæsilegu þrumuskoti utan teigs. Þremur mínútum seinna syrti enn í álinn fyrir Liverpool. Sending kom inn í vítateiginn. Fabio Aurelio hafði alla möguleika á að hreinsa en hann hitti boltann illa sem fór beint til Andrey og hann skoraði af stuttu færi.
Útlitið var orðið svart en Rauði herinn gafst ekki upp hvorki innan vallar né utan en stuðningur áhorfenda var magnaður allan leikinn. Á 73. mínútu sendi Albert inn á vítateiginn á Fernando Torres. Spánverjinn snjalli lék laglega á Mikael Silvestre með snjallri hreyfingu og skaut svo nákvæmu skoti neðst í hægra hornið. Enn var orðið jafnt! Liverpool lagði nú allt í sölurnar til að ná sigurmarkinu. Á 82. mínútu munaði litlu að Fernando næði þrennu. Eftir horn skallaði hann og boltinn stefndi í markið en varnarmaður bjargaði á marklínu! Á lokamínútunni fékk Liverpool enn eina hornspyrnu sína. Leikmenn Liverpool voru framarlega á vellinum og það var dýrkeypt. Arsenal sneri vörn í sókn og Theo Walcott tók strikið fram völlinn. Hann sendi svo á Andrey sem skoraði með hörkuskoti rétt utan vítateigs. Ferna hjá Rússanum og allt stefndi í tap Liverpool.
Rauði herinn gafst þó ekki upp. Það var komið vel fram í viðbótartíma þegar Xabi Alonso sendi inn á vítateiginn. Javier skallaði til baka frá hægri og Yossi Benayoun smellti boltanum í markið og jafnaði 4:4. Vel gert hjá Ísraelsmanninum sem þarna tryggði Liverpool sanngjarnt jafntefli. Reyndar átti Liverpool að vinna leikinn miðað við gang hans en hroðaleg varnarmistök komu í veg fyrir nauðsynlegan sigur. Liverpool verður að halda baráttunni áfram. Kannski getur enn allt farið á besta veg en það þarf mikið að gerast til þess! En þessi leikur fer beint í sögubækur beggja félaganna!
Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Agger, Aurelio, Alonso, Mascherano, Benayoun, Kuyt (El Zhar 86. mín.), Riera (Babel 74. mín.) og Torres. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, Leiva, Ngog og Skrtel.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (49. og 72. mín.) og Yossi Benayoun (56. og 90. mín.).
Arsenal: Fabianski, Sagna, Toure, Silvestre, Gibbs, Arshavin, Song, Fabregas, Denilson (Walcott 65. mín.), Nasri og Bendtner (Diaby 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Mannone, Eduardo, Vela, Ramsey og Eboue.
Mörk Arsenal: Andriy Arshavin (36., 67., 70. og 90. mín.)
Gult spjald: Bacary Sagna.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.424.
Maður leiksins: Yossi Benayoun. Ísraelsmaðurinn átti magnaðan leik og skoraði tvö mörk. Fyrra markið skoraði hann af miklu harðfylgi með því að henda sér fram og svo jafnaði hann metin á lokamínútu leiksins. Þar fyrir utan var hann alltaf á ferðinni og ógnaði vörn Arsenal linnulaust. Yossi er búinn að vera frábær nú eftir áramótin.
Rafael Benítez: Ég er mjög vonsvikinn því við fengum fjögur mörk á okkur og við erum ekki vanir að fá svona mörg mörk á okkur. Það jákvæða var að við skoruðum fjögur mörk gegn Arsenal í leik sem stuðningmennirnir hafa haft gaman af. Annað jákvætt atriði var að liðið barðist allt til loka leiksins. Það sýnir styrk liðsins að við skulum enn einu sinni hafa skorað á lokamínútu leiks.
Fróðleiksmolar: - Liverpool er í fyrsta sæti í deildinni með betra markahlutfall en Manchester United. - Fernando Torres er nú búinn að skora 16 mörk á leiktíðinni. - Yossi Benayoun hefur nú skorað sjö mörk á leiktíðinni. - Liverpool hafði unnið fimm deildarleiki í röð fyrir þennan leik. - Þetta var annað 4-4 jafnteflið í röð. - Þetta var 19. deildarleikur Arsenal í röð án taps. - Liverpool og Arsenal hafa gert fimm jafntefli í síðustu sex leikjum sín á milli. - Alls mættu 44.424 áhorfendur á Anfield og hafa ekki verið fleiri á leik þar á þessari leiktíð.
Það lá fyrir áður en leikinn hófst að Liverpool þurfti að vinna alla sína leiki sem eftir voru á þessari leiktíð og það kom því ekki á óvart að Liverpool hóf leikinn af miklum krafti. Strax á 3. mínútu braust Fernando Torres inn á vítateiginn vinstra megin en Lukasz Fabianski varði. Þremur mínútum seinna náði Albert Riera skoti frá vítateig en pólski markmaðurinn varði aftur. Nokkrum mínútum seinna sendi Dirk Kuyt á Yossi Benayoun en Lukasz bjargaði með ákveðnu úthlaupi utarlega í teignum. Alvaro Arbeloa fékk boltann en Pólverjinn var aftur til varnar. Á 18. mínútu kom Fernando sér í góða skotstöðu utan teigs hægra megin en Pólverjinn varði vel í horn með því að slá boltann yfir.
Liverpool sótti og sótti en Skytturnar fegnu loks færi á 29. mínútu. Cesc Fabregas fékk þá boltann eftir að Jose Reina hafði ekki náð að kýla fyrirgjöf frá en hann hitti ekki markið. Mínútu seinna sneri Fernando Kolo Toure af sér rétt utan teigs og þrumaði að marki en Lukasz varði enn einu sinni. Hann hélt ekki boltanum sem fór í horn. Eftir hornspyrnuna náði Daniel Agger skalla sem var bjargað við marklínuna. Liverpool virtist ekki geta skorað og það var svo fullomlega gegn gangi leiksins að Arsenal skoraði á 36. mínútu. Javier Mascherano missti boltann við vítateiginn hægra megin. Samir Nasri náði boltanum og lék inn á teiginn. Hann laumaði svo boltanum inn fyrir á Cesc sem sendi fyrir markið á Rússann Andrey Arshavin sem skoraði rétt utan markteigs. Liverpool lagði þó ekki árar í bát og rétt á eftir komst Yossi í gegn en sá pólski varði enn og aftur. Á lokamínútu hálfleiksins náði Liverpool þungri sókn sem hófst með góðri fyrirgjöf frá Yossi frá vinstri. Arsenal náði að koma boltanum út út teignum þar sem Alvaro náði honum en skot hans var varið. Stuðningsmenn Liverpool trúðu varla að gestirnir væru yfir í hálfleik en sú var nú samt raunin.
Hafi Liverpool byrjað leikinn af krafti þá var sá kraftur enn meiri í upphafi síðari hálfleiks og markið sem búið var að bíða eftir kom loks á 49. mínútu. Alvaro Arbeloa sendi fyrir frá hægri. Bacary Sagna náði ekki að hreinsa og Dirk fékk boltann hægra megin. Hann reyndi að gefa fyrir en Kieran Gibbs komst fyrir. Dirk fékk boltann aftur og nú náði hann hánákvæmdi fyrirgjöf sem Fernando Torres skallaði neðst í bláhornið. Liverpool gekk nú á lagið og á 56. mínútu var forystan heimamanna. Dirk var aftur á ferðinni hægra megin og sendi fyrir markið. Við fjærstöngina henti Yossi Benayoun sér fram og skallaði boltann í mark með gríðarlegu harðfylgi. Pólverjinn náði að krafla boltann út úr markinu en markið var gott og gilt. Frábærlega gert hjá Yossi sem lá eftir vankaður en hann komst á fætur og nú töldu flestir að Liverpool hefði náð þeim tökum á leiknum sem myndu duga til sigurs en það var mikið eftir enn!
Á 63. mínútu sendi Yossi út til vinstri á Albert sem tók góða rispu inn í teig en þar var bjargað í horn frá honum. Á 67. mínútu skallaði Jamie Carragher frá út á Alvaro en hann svaf á verðinum. Andrey náði boltanum af honum og skoraði með glæsilegu þrumuskoti utan teigs. Þremur mínútum seinna syrti enn í álinn fyrir Liverpool. Sending kom inn í vítateiginn. Fabio Aurelio hafði alla möguleika á að hreinsa en hann hitti boltann illa sem fór beint til Andrey og hann skoraði af stuttu færi.
Útlitið var orðið svart en Rauði herinn gafst ekki upp hvorki innan vallar né utan en stuðningur áhorfenda var magnaður allan leikinn. Á 73. mínútu sendi Albert inn á vítateiginn á Fernando Torres. Spánverjinn snjalli lék laglega á Mikael Silvestre með snjallri hreyfingu og skaut svo nákvæmu skoti neðst í hægra hornið. Enn var orðið jafnt! Liverpool lagði nú allt í sölurnar til að ná sigurmarkinu. Á 82. mínútu munaði litlu að Fernando næði þrennu. Eftir horn skallaði hann og boltinn stefndi í markið en varnarmaður bjargaði á marklínu! Á lokamínútunni fékk Liverpool enn eina hornspyrnu sína. Leikmenn Liverpool voru framarlega á vellinum og það var dýrkeypt. Arsenal sneri vörn í sókn og Theo Walcott tók strikið fram völlinn. Hann sendi svo á Andrey sem skoraði með hörkuskoti rétt utan vítateigs. Ferna hjá Rússanum og allt stefndi í tap Liverpool.
Rauði herinn gafst þó ekki upp. Það var komið vel fram í viðbótartíma þegar Xabi Alonso sendi inn á vítateiginn. Javier skallaði til baka frá hægri og Yossi Benayoun smellti boltanum í markið og jafnaði 4:4. Vel gert hjá Ísraelsmanninum sem þarna tryggði Liverpool sanngjarnt jafntefli. Reyndar átti Liverpool að vinna leikinn miðað við gang hans en hroðaleg varnarmistök komu í veg fyrir nauðsynlegan sigur. Liverpool verður að halda baráttunni áfram. Kannski getur enn allt farið á besta veg en það þarf mikið að gerast til þess! En þessi leikur fer beint í sögubækur beggja félaganna!
Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Agger, Aurelio, Alonso, Mascherano, Benayoun, Kuyt (El Zhar 86. mín.), Riera (Babel 74. mín.) og Torres. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, Leiva, Ngog og Skrtel.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (49. og 72. mín.) og Yossi Benayoun (56. og 90. mín.).
Arsenal: Fabianski, Sagna, Toure, Silvestre, Gibbs, Arshavin, Song, Fabregas, Denilson (Walcott 65. mín.), Nasri og Bendtner (Diaby 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Mannone, Eduardo, Vela, Ramsey og Eboue.
Mörk Arsenal: Andriy Arshavin (36., 67., 70. og 90. mín.)
Gult spjald: Bacary Sagna.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.424.
Maður leiksins: Yossi Benayoun. Ísraelsmaðurinn átti magnaðan leik og skoraði tvö mörk. Fyrra markið skoraði hann af miklu harðfylgi með því að henda sér fram og svo jafnaði hann metin á lokamínútu leiksins. Þar fyrir utan var hann alltaf á ferðinni og ógnaði vörn Arsenal linnulaust. Yossi er búinn að vera frábær nú eftir áramótin.
Rafael Benítez: Ég er mjög vonsvikinn því við fengum fjögur mörk á okkur og við erum ekki vanir að fá svona mörg mörk á okkur. Það jákvæða var að við skoruðum fjögur mörk gegn Arsenal í leik sem stuðningmennirnir hafa haft gaman af. Annað jákvætt atriði var að liðið barðist allt til loka leiksins. Það sýnir styrk liðsins að við skulum enn einu sinni hafa skorað á lokamínútu leiks.
Fróðleiksmolar: - Liverpool er í fyrsta sæti í deildinni með betra markahlutfall en Manchester United. - Fernando Torres er nú búinn að skora 16 mörk á leiktíðinni. - Yossi Benayoun hefur nú skorað sjö mörk á leiktíðinni. - Liverpool hafði unnið fimm deildarleiki í röð fyrir þennan leik. - Þetta var annað 4-4 jafnteflið í röð. - Þetta var 19. deildarleikur Arsenal í röð án taps. - Liverpool og Arsenal hafa gert fimm jafntefli í síðustu sex leikjum sín á milli. - Alls mættu 44.424 áhorfendur á Anfield og hafa ekki verið fleiri á leik þar á þessari leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan