| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Nemeth og Dalla Valle menn framtíðarinnar
Rafael Benítez telur að framtíðin sé björt fyrir Ungverjann Krisztian Nemeth og Finnann Lauri Dalle Valle. Sá síðarnefndi hefur skorað 19 mörk á tímabilinu fyrir U-18 ára lið félagsins.
Nemeth, sem skoraði grimmt fyrir varaliðið á síðasta tímabili, fékk tækifæri með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu og lofaði hann góðu fyrir framhaldið. Hann hefur hinsvegar verið mikið meiddur á þessu tímabili og lítið spilað. Hann kom þó sterkur til baka nú í vikunni og tryggði varaliði félagsins sigurinn í Borgarkeppni Liverpool borgar.
,,Ég held að Krisztian sé leikmaður sem getur skorað mörk," sagði Benítez. ,,Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk þannig að við erum mjög ánægðir með hann. Vonandi heldur hann sér heilum í framtíðinni og ef hann verður ekki mikið meiddur þá er hann leikmaður sem við þurfum að hafa auga með því framtíðin er björt."
Dalla Valle hefur vakið athygli fyrir ótrúlega hæfileika til þess að vera á réttum stað á réttum tíma og stjórinn er einnig mjög ánægður með hann.
,,Ég vil helst ekki tala um einn leikmann þegar liðið hefur staðið sig vel en hann er klárlega sóknarmaður sem getur skorað mikið af mörkum," sagði Rafa. ,,Hann á einnig framtíðina fyrir sér hér."
,,Það var mikilvægt fyrir ungu strákana að komast í úrslitaleik FA unglingabikarkeppninnar og nú eiga þeir möguleika á því að vinna bikar. Aðaltakmark Akademíunnar er auðvitað að búa til góða leikmenn, en ef þeir geta unnið bikar þá er það góð reynsla fyrir þá."
Og fyrst verið er að tala um markaskorun í þessari frétt er rétt að minnast á það að Liverpool trónir á toppi ensku Úrvalsdeildarinnar þegar litið er til fjölda skoraðra marka en liðið hefur skorað 66 mörk. Benítez segir þetta augljós merki um það að liðið spilar sóknarbolta.
,,Fólk gagnrýnir okkur stundum og segir að við séum varnarsinnað lið en það er nú einu sinni þannig að við erum lið sem er alltaf að sækja. Þegar við erum 1-0 yfir leitum við alltaf strax að öðru marki og fjöldi marka sem við höfum skorað sýnir að við erum sóknarlið sem verst einnig vel."
Benítez hrósaði einnig Dirk Kuyt eftir að Hollendingurinn skoraði 2 mörk í 3-1 sigri á Hull um síðustu helgi. Þetta var jafnframt 100. leikur Kuyt fyrir félagið.
,,Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra leikmanna sem ná því að spila 100 leiki, en ég er sérstaklega ánægður með Kuyt vegna þess að hann er góður atvinnumaður. Allir hljóta að vera ánægðir með svona leikmann sem stendur sig ávallt vel viku eftir viku heilt tímabil."
,,Hann skorar ávallt mikilvæg mörk og er einhver sem hægt er að treysta 100%."
Nemeth, sem skoraði grimmt fyrir varaliðið á síðasta tímabili, fékk tækifæri með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu og lofaði hann góðu fyrir framhaldið. Hann hefur hinsvegar verið mikið meiddur á þessu tímabili og lítið spilað. Hann kom þó sterkur til baka nú í vikunni og tryggði varaliði félagsins sigurinn í Borgarkeppni Liverpool borgar.
,,Ég held að Krisztian sé leikmaður sem getur skorað mörk," sagði Benítez. ,,Það erfiðasta í fótbolta er að skora mörk þannig að við erum mjög ánægðir með hann. Vonandi heldur hann sér heilum í framtíðinni og ef hann verður ekki mikið meiddur þá er hann leikmaður sem við þurfum að hafa auga með því framtíðin er björt."
Dalla Valle hefur vakið athygli fyrir ótrúlega hæfileika til þess að vera á réttum stað á réttum tíma og stjórinn er einnig mjög ánægður með hann.
,,Ég vil helst ekki tala um einn leikmann þegar liðið hefur staðið sig vel en hann er klárlega sóknarmaður sem getur skorað mikið af mörkum," sagði Rafa. ,,Hann á einnig framtíðina fyrir sér hér."
,,Það var mikilvægt fyrir ungu strákana að komast í úrslitaleik FA unglingabikarkeppninnar og nú eiga þeir möguleika á því að vinna bikar. Aðaltakmark Akademíunnar er auðvitað að búa til góða leikmenn, en ef þeir geta unnið bikar þá er það góð reynsla fyrir þá."
Og fyrst verið er að tala um markaskorun í þessari frétt er rétt að minnast á það að Liverpool trónir á toppi ensku Úrvalsdeildarinnar þegar litið er til fjölda skoraðra marka en liðið hefur skorað 66 mörk. Benítez segir þetta augljós merki um það að liðið spilar sóknarbolta.
,,Fólk gagnrýnir okkur stundum og segir að við séum varnarsinnað lið en það er nú einu sinni þannig að við erum lið sem er alltaf að sækja. Þegar við erum 1-0 yfir leitum við alltaf strax að öðru marki og fjöldi marka sem við höfum skorað sýnir að við erum sóknarlið sem verst einnig vel."
Benítez hrósaði einnig Dirk Kuyt eftir að Hollendingurinn skoraði 2 mörk í 3-1 sigri á Hull um síðustu helgi. Þetta var jafnframt 100. leikur Kuyt fyrir félagið.
,,Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra leikmanna sem ná því að spila 100 leiki, en ég er sérstaklega ánægður með Kuyt vegna þess að hann er góður atvinnumaður. Allir hljóta að vera ánægðir með svona leikmann sem stendur sig ávallt vel viku eftir viku heilt tímabil."
,,Hann skorar ávallt mikilvæg mörk og er einhver sem hægt er að treysta 100%."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan