| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Einbeitum okkur að okkur sjálfum
Liðið getur komist á topp deildarinnar að nýju seinnipartinn á laugardaginn með sigri á West Ham á Upton Park þar sem Manchester United spila ekki fyrr en á sunnudaginn. Það er þó nokkuð ljóst að leikurinn gegn West Ham verður mjög erfiður.
Martin Skrtel hvetur liðsfélaga sína til þess að einbeita sér að verkefninu sem fyrir er frekar en að velta sér uppúr því hvernig Manchester United gengur í sínum leikjum.
,,Við erum að spila vel um þessar mundir og leggjum hart að okkur á æfingum, við erum með góða leikmenn, mjög góðan stjóra og við höfum trú á okkur sjálfum." Sagði Skrtel í viðtali við LFC tímaritið.
,,Við höfum skapað okkar eigin lukku í leikjum og höfum náð að nýta okkur það. Við náðum að komast aftur í titilbaráttuna og höfum náð að setja einhverja pressu á United á toppi deildarinnar. United eru engu að síður með pálmann í höndunum. Þeir eru á toppnum og því er þeir auðveldlega taldir vera sigurstranglegri."
,,Við erum þó í þeirri stöðu að við getum notfært okkur það ef þeir misstíga sig. Það eru aðeins nokkrir leikir eftir af tímabilinu og þeir hafa yfirhöndina, en við verðum að vinna okkar leiki til þess að nýta okkur það ef þeir gera mistök. Í knattspyrnu, sérstaklega á Englandi, getur hvaða lið sem er komið á óvart og ef maður er ekki 100% einbeittur þá misstígur maður sig. Vonandi gerist það hjá United en við erum bara að hugsa um okkur sjálfa."
Martin Skrtel hvetur liðsfélaga sína til þess að einbeita sér að verkefninu sem fyrir er frekar en að velta sér uppúr því hvernig Manchester United gengur í sínum leikjum.
,,Við erum að spila vel um þessar mundir og leggjum hart að okkur á æfingum, við erum með góða leikmenn, mjög góðan stjóra og við höfum trú á okkur sjálfum." Sagði Skrtel í viðtali við LFC tímaritið.
,,Við höfum skapað okkar eigin lukku í leikjum og höfum náð að nýta okkur það. Við náðum að komast aftur í titilbaráttuna og höfum náð að setja einhverja pressu á United á toppi deildarinnar. United eru engu að síður með pálmann í höndunum. Þeir eru á toppnum og því er þeir auðveldlega taldir vera sigurstranglegri."
,,Við erum þó í þeirri stöðu að við getum notfært okkur það ef þeir misstíga sig. Það eru aðeins nokkrir leikir eftir af tímabilinu og þeir hafa yfirhöndina, en við verðum að vinna okkar leiki til þess að nýta okkur það ef þeir gera mistök. Í knattspyrnu, sérstaklega á Englandi, getur hvaða lið sem er komið á óvart og ef maður er ekki 100% einbeittur þá misstígur maður sig. Vonandi gerist það hjá United en við erum bara að hugsa um okkur sjálfa."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan