| Sf. Gutt
TIL BAKA
Xabi Alonso spilar ekki á morgun
Xabi Alonso getur ekki spilað með Liverpool gegn West Ham United á Upton Park á morgun. Hann er enn ekki búinn að ná sér eftir sparkið sem hann fékk frá Joey Barton í leik Liverpool og Newcastle um síðustu helgi. Fautalegt brot Joey hefur því reynst dýrkeypt.
Xabi hefur leikið frábærlega á leiktíðinni og skoraði gegn Hull á dögunum, eins og sjá má á myndinni, auk þess að eiga tvö skot í þverslá gegn Newcastle. Það er því slæmt að hafa Xabi ekki til taks. Betri fréttir eru þó af þeim Javier Mascherano, sem meiddist gegn Newcastle, og Fernando Torres sem missti af þeim leik.
Rafael Benítez hafði þetta að segja um þá félaga. "Xabi er ekki leikfær en við gerum okkur kannski vonir um að hann verði klár í næstu viku. Við vorum að vona að hann hefði getað leikið með en þegar upp var staðið gekk það ekki upp. Javier hefur verið að æfa og er í liðinu. Það sama má segja um Fernando."
Xabi hefur leikið frábærlega á leiktíðinni og skoraði gegn Hull á dögunum, eins og sjá má á myndinni, auk þess að eiga tvö skot í þverslá gegn Newcastle. Það er því slæmt að hafa Xabi ekki til taks. Betri fréttir eru þó af þeim Javier Mascherano, sem meiddist gegn Newcastle, og Fernando Torres sem missti af þeim leik.
Rafael Benítez hafði þetta að segja um þá félaga. "Xabi er ekki leikfær en við gerum okkur kannski vonir um að hann verði klár í næstu viku. Við vorum að vona að hann hefði getað leikið með en þegar upp var staðið gekk það ekki upp. Javier hefur verið að æfa og er í liðinu. Það sama má segja um Fernando."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan