| Grétar Magnússon

Liverpool samþykkir tilboð í Anderson

Anderson í búningi SwanseaSwansea hafa boðið í kantmanninn efnilega Paul Anderson og hefur tilboðið verið samþykkt.  Anderson var alla leiktíðina á láni hjá Nottingham Forest og aðstoðaði þá við að sleppa við fall úr næst efstu deild.

Árið þar á undan var hann á láni hjá Swansea (sjá mynd) og stóð sig gríðarlega vel þar er liðið hampaði sigri í 2. deild (League One).  Talið var að Nottingham Forest væri langt komið í samningaviðræðum við Liverpool um kaup á Anderson en nú virðist sem svo að Swansea séu líklegastir til að ganga frá kaupunum.

Swansea komu mörgum á óvart á tímabilinu með því að enda í 8. sæti næst efstu deildar.

Stjórnarformaður Swansea, Huw Jenkins, sagði þetta í viðtali við opinbera heimasíðu Swansea:  ,,Við höfum sent inn tilboð og það hefur verið samþykkt.  En ég verð að ítreka það að Paul er bara einn af mörgum valmöguleikum sem við erum að skoða um þessar mundir."

,,Roberto (þjálfari Swansea) hefur útbúið lista yfir þá leikmenn sem hann vill fá og svo hefur hann farið víða í leit að leikmönnum.  Tilboðið var samþykkt af Liverpool, en við eigum alveg eftir að komast að samkomulagi við leikmanninn."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan