| Grétar Magnússon
Fáir mótmæla því að Yossi Benayoun spilaði frábærlega á nýliðnu tímabili. Ísraelsmaðurinn segist ekki hafa átt betra tímabil á sínum ferli.
Ef marka má fréttir undanfarna daga vilja mörg lið krækja í Benayoun en hann segir að ekki einu sinni Real Madrid gætu lokkað sig frá Anfield. Hann segist vera sáttur við þá stefnu sem Benítez styðst við varðandi liðsval sitt og nú vill hann byggja á frammistöðu sinni á tímabilinu.
,,Þetta hefur verið mitt besta tímabil á ferlinum," sagði Benayoun. ,,Ég hef spilað mikið af leikjum og skorað mikilvæg mörk, ég er mjög ánægður með það. Ég hef átt tvö frábær ár á Anfield og notið hverrar einustu mínútu. Ég hef sætt mig við það fyrir nokkru síðan, reyndar með tveimur undantekningum, að það er ekki til neitt sem heitir fast sæti í byrjunarliði Liverpool."
,,Maður byrjar ekki hvern einasta leik nema maður heiti Steven Gerrard, það eru engin vandamál með það, Stevie er stórkostlegur leikmaður og hinir leikmennirnir vita það. Það góða er að ég hef fengið að spila meira undanfarið og ég vona að það haldi áfram. Ef ég á að vera hreinskilinn þá myndi ég ekki einu sinni skoða tilboð ef það kæmi frá Real Madrid. Ég myndi frekar vera áfram hjá Liverpool í fjögur ár til viðbótar."
TIL BAKA
Síðasta tímabil var mitt besta á ferlinum

Ef marka má fréttir undanfarna daga vilja mörg lið krækja í Benayoun en hann segir að ekki einu sinni Real Madrid gætu lokkað sig frá Anfield. Hann segist vera sáttur við þá stefnu sem Benítez styðst við varðandi liðsval sitt og nú vill hann byggja á frammistöðu sinni á tímabilinu.
,,Þetta hefur verið mitt besta tímabil á ferlinum," sagði Benayoun. ,,Ég hef spilað mikið af leikjum og skorað mikilvæg mörk, ég er mjög ánægður með það. Ég hef átt tvö frábær ár á Anfield og notið hverrar einustu mínútu. Ég hef sætt mig við það fyrir nokkru síðan, reyndar með tveimur undantekningum, að það er ekki til neitt sem heitir fast sæti í byrjunarliði Liverpool."
,,Maður byrjar ekki hvern einasta leik nema maður heiti Steven Gerrard, það eru engin vandamál með það, Stevie er stórkostlegur leikmaður og hinir leikmennirnir vita það. Það góða er að ég hef fengið að spila meira undanfarið og ég vona að það haldi áfram. Ef ég á að vera hreinskilinn þá myndi ég ekki einu sinni skoða tilboð ef það kæmi frá Real Madrid. Ég myndi frekar vera áfram hjá Liverpool í fjögur ár til viðbótar."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan