| Heimir Eyvindarson

Andrea Dossena á leið til Juventus?

Umboðsmaður Andrea Dossena segir að Juventus hafi áhuga á að tryggja sér krafta kappans fyrir næstu leiktíð. Að sögn umboðsmannsins, Roberto Florio, er Juventus að leita að vinstri bakverði og stendur valið annars vegar milli Dossena og hins vegar Fabio Grosso hjá Lyon.

,,Eins og stendur eru engin önnur félög inni í myndinni hjá Dossena, honum líður vel hjá Liverpool en Juventus er Juventus. Hann myndi ekki slá hendinni á móti því að fara þangað."

,,Ég veit að valið hjá Juventus stendur milli Dossena og Fabio Grosso og nú er bara að bíða og sjá hvor þeirra verður fyrir valinu", segir Florio.

Andrea Dossena kom frá Udinese síðast liðið sumar fyrir rúmar 6 milljónir punda. Það er ekki hægt að segja að hann hafi slegið í gegn hjá Liverpool, a.m.k. ekki sem bakvörður, en hann átti nokkra ágæta spretti í sókninni undir lok leiktíðarinnar!

En þrátt fyrir að Dossena sé kannski engin hetja í Liverpool er hann samt sem áður býsna hátt skrifaður á Ítalíu og er til dæmis í landsliðshópi Ítala sem er núna í Suður Afríku og tekur þar þátt í Álfukeppninni.
 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan