| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tilboð komið í Arbeloa
Real Madrid hafa lagt fram tilboð í hægri bakvörðinn Alvaro Arbeloa uppá 5 milljónir evra en það eru u.þ.b. 4,2 milljónir punda.
Líklega mun Liverpool samþykkja þetta tilboð ef marka má það sem Rafael Benítez sagði í gær eftir að tilkynnt var um kaupin á Glen Johnson. Benítez sagði að ef gott tilboð kæmi Arbeloa þá yrði það skoðað því leikmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Jorge Valdano sem er einn af yfirmönnum knattspyrnumála hjá Real Madrid sagði þetta um Arbeloa: ,,Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool og það gefur okkur meiri möguleika. Hann getur spilað tvær eða þrjár stöður og hann er fjölhæfur. Hann er möguleiki sem við munum meta."
Arbeloa byrjaði í 43 leikjum á síðasta tímabili en eftir kaupin á Johnson er ansi líklegt að hann muni ekki fá eins mörg tækifæri á næsta tímabili.
Líklega mun Liverpool samþykkja þetta tilboð ef marka má það sem Rafael Benítez sagði í gær eftir að tilkynnt var um kaupin á Glen Johnson. Benítez sagði að ef gott tilboð kæmi Arbeloa þá yrði það skoðað því leikmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Jorge Valdano sem er einn af yfirmönnum knattspyrnumála hjá Real Madrid sagði þetta um Arbeloa: ,,Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool og það gefur okkur meiri möguleika. Hann getur spilað tvær eða þrjár stöður og hann er fjölhæfur. Hann er möguleiki sem við munum meta."
Arbeloa byrjaði í 43 leikjum á síðasta tímabili en eftir kaupin á Johnson er ansi líklegt að hann muni ekki fá eins mörg tækifæri á næsta tímabili.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan