| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tilboð í Leto samþykkt
Liverpool hafa samþykkt tilboð Panathinaikos í Sebastian Leto. Tilboðið hljóðar uppá þrjár milljónir punda. Einnig virðist æ líklegra að Alvaro Arbeloa yfirgefi félagið.
Ef salan á Leto gengur í gegn og Alvaro Arbeloa ákveður að ganga til liðs við Real Madrid mun Rafa Benítez hafa næstum því átta milljónir punda aukalega á milli handanna til leikmannakaupa.
Í frétt fyrr í vikunni sem sjá má hér, sagði Leto að hann væri 90% viss um það að ganga til liðs við Panathinaikos. Leto spilaði síðast fyrir Liverpool fyrir næstum því tveim árum síðan í leik gegn Cardiff í Deildarbikarnum, var það í fjórða skiptið sem hann var í byrjunarliðinu. Hann var keyptur frá argentínska félaginu Lanus á 1,85 milljónir punda árið 2007 en vegna vandamála við að fá atvinnuleyfi í Englandi hefur hann ekki fengið þau tækifæri sem Benítez vildi gefa honum. Síðan þá hefur hann öðlast ítalskt vegabréf.
Af málum Arbeloa er það að frétta að hann virðist nokkuð viss um að yfirgefa félagið en hann sagði þetta í gærkvöldi: ,,Það væri lygi að halda því fram að myndi pottþétt spila fyrir Liverpool á næsta tímabili. En sem stendur er ég bara að einbeita mér að því að spila fyrir Spán. Frá og með næsta mánudegi mun ég hugsa um framtíð mína."
,,Ég veit að framtíð mín er í lausu lofti, það eina sem ég veit er að það er eitt ár eftir af samningi mínum. Ef einhver tilboð berast þá verður Liverpool líklega að íhuga það vegna þessarar samningsstöðu. Það fyllir mig stolti að vita af áhuga Real Madrid. Ég er upp með mér - það er mikið í gangi þar núna eftir endurkomu Florentino Perez.
Ef salan á Leto gengur í gegn og Alvaro Arbeloa ákveður að ganga til liðs við Real Madrid mun Rafa Benítez hafa næstum því átta milljónir punda aukalega á milli handanna til leikmannakaupa.
Í frétt fyrr í vikunni sem sjá má hér, sagði Leto að hann væri 90% viss um það að ganga til liðs við Panathinaikos. Leto spilaði síðast fyrir Liverpool fyrir næstum því tveim árum síðan í leik gegn Cardiff í Deildarbikarnum, var það í fjórða skiptið sem hann var í byrjunarliðinu. Hann var keyptur frá argentínska félaginu Lanus á 1,85 milljónir punda árið 2007 en vegna vandamála við að fá atvinnuleyfi í Englandi hefur hann ekki fengið þau tækifæri sem Benítez vildi gefa honum. Síðan þá hefur hann öðlast ítalskt vegabréf.
Af málum Arbeloa er það að frétta að hann virðist nokkuð viss um að yfirgefa félagið en hann sagði þetta í gærkvöldi: ,,Það væri lygi að halda því fram að myndi pottþétt spila fyrir Liverpool á næsta tímabili. En sem stendur er ég bara að einbeita mér að því að spila fyrir Spán. Frá og með næsta mánudegi mun ég hugsa um framtíð mína."
,,Ég veit að framtíð mín er í lausu lofti, það eina sem ég veit er að það er eitt ár eftir af samningi mínum. Ef einhver tilboð berast þá verður Liverpool líklega að íhuga það vegna þessarar samningsstöðu. Það fyllir mig stolti að vita af áhuga Real Madrid. Ég er upp með mér - það er mikið í gangi þar núna eftir endurkomu Florentino Perez.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan