| Grétar Magnússon
Liverpool hafa samþykkt að selja argentínska kantmanninn Sebastian Leto til gríska liðsins Panathinaikos.
Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér hafði félagið samþykkt tilboð frá Panathinaikos og taldi Leto það meira en 90% líklegt að hann myndi ganga til liðs við þá. Hann var á láni hjá aðalkeppinautunum, Olympiakos, á síðastliðnu tímabili en þeir virtust ekki hafa áhuga á því að kaupa hann, t.d. lenti hann uppá kant við þjálfara liðsins á tímabilinu sem hefur minnkað áhuga félagsins á honum.
Leto var keyptur í ágúst árið 2007 og höfðu lið eins og Real Betis og River Plate sýnt honum áhuga. Hann spilaði sinn fyrsta leik í undankeppni Meistaradeildarinnar gegn Toulouse þann 28. ágúst og var það einn af fjórum leikjum sem hann spilaði með aðalliðinu. Vegna atvinnuleyfisvandamála fékk hann ekki fleiri tækifæri og var lánaður út í kjölfarið.
Talið er að kaupverðið sé í kringum þrjár milljónir punda.
TIL BAKA
Leto seldur

Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér hafði félagið samþykkt tilboð frá Panathinaikos og taldi Leto það meira en 90% líklegt að hann myndi ganga til liðs við þá. Hann var á láni hjá aðalkeppinautunum, Olympiakos, á síðastliðnu tímabili en þeir virtust ekki hafa áhuga á því að kaupa hann, t.d. lenti hann uppá kant við þjálfara liðsins á tímabilinu sem hefur minnkað áhuga félagsins á honum.
Leto var keyptur í ágúst árið 2007 og höfðu lið eins og Real Betis og River Plate sýnt honum áhuga. Hann spilaði sinn fyrsta leik í undankeppni Meistaradeildarinnar gegn Toulouse þann 28. ágúst og var það einn af fjórum leikjum sem hann spilaði með aðalliðinu. Vegna atvinnuleyfisvandamála fékk hann ekki fleiri tækifæri og var lánaður út í kjölfarið.
Talið er að kaupverðið sé í kringum þrjár milljónir punda.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan