| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Nýtur hverrar mínútu
Glen Johnson spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í gær gegn St. Gallen í 0-0 jafntefli. Johnson spilaði í vinstri bakverði í fjarveru Andrea Dossena og Fabio Aurelio og leysti þá stöðu vel.
,,Mér leið stórkostlega úti á vellinum - það var ánægjulegt að spila í 45 mínútur," sagði Johnson. ,,Núna held ég bara áfram. Strákarnir í liðinu hafa látið mér líða vel frá fyrstu mínútu og tilfinningin var góð að fá að spila með þeim."
,,Ég naut hverrar einustu mínútu og nú get ég ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist."
Emiliano Insua byrjaði leikinn í vinstri bakverði en þar sem Andrea Dossena hefur ekki byrjað æfingar hjá félaginu ennþá vegna þátttöku sinnar í Álfukeppninni og meiðsli Fabio Aurelio þýddu að Johnson var settur í vinstri bakvörðinn í byrjun síðari hálfleiks þegar hann kom inná. Þetta er staða sem Johnson hefur spilað áður, þó ekki oft.
,,Ég hef spilað þessa stöðu áður, þó ekki nýlega. En ég hef æft þessa stöðu síðustu daga og mér líkaði vel," sagði Johnson.
Johnson var ekki langt frá því að skora fljótlega eftir að hann kom inná en hann hitti ekki markið af 15 metra færi.
,,Ég var mjög svekktur yfir því að gera ekki betur. Ég vil skora við hvert tækifæri sem mér gefst," bætti hann við. ,,Ég hefði átt að gera betur en því miður þá var það ekki raunin að þessu sinni."
,,Mér leið stórkostlega úti á vellinum - það var ánægjulegt að spila í 45 mínútur," sagði Johnson. ,,Núna held ég bara áfram. Strákarnir í liðinu hafa látið mér líða vel frá fyrstu mínútu og tilfinningin var góð að fá að spila með þeim."
,,Ég naut hverrar einustu mínútu og nú get ég ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist."
Emiliano Insua byrjaði leikinn í vinstri bakverði en þar sem Andrea Dossena hefur ekki byrjað æfingar hjá félaginu ennþá vegna þátttöku sinnar í Álfukeppninni og meiðsli Fabio Aurelio þýddu að Johnson var settur í vinstri bakvörðinn í byrjun síðari hálfleiks þegar hann kom inná. Þetta er staða sem Johnson hefur spilað áður, þó ekki oft.
,,Ég hef spilað þessa stöðu áður, þó ekki nýlega. En ég hef æft þessa stöðu síðustu daga og mér líkaði vel," sagði Johnson.
Johnson var ekki langt frá því að skora fljótlega eftir að hann kom inná en hann hitti ekki markið af 15 metra færi.
,,Ég var mjög svekktur yfir því að gera ekki betur. Ég vil skora við hvert tækifæri sem mér gefst," bætti hann við. ,,Ég hefði átt að gera betur en því miður þá var það ekki raunin að þessu sinni."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan