| Sf. Gutt
TIL BAKA
Markalaust í Sviss
Liverpool lék fyrsta æfingaleik sinn fyrir komandi leiktíð við St Gallen í Sviss. Ekkert mark var skorað í leiknum. Glen Johnson lék í fyrsta sinn með Liverpool.
Liverpool fékk fyrsta færið en markmaður St Gallen náði að verja frá Krisztian Nemeth. Heimamenn færðu sig jafnt og þétt upp á skaftið og hefðu átt að vera komnir yfir þegar kom að leikhléi. Fyrst átti Mario Caceras skot í stöng úr dauðafæri og svo bjargaði Jamie Carragher á línu frá Ze Vitor.
Liverpool lék betur eftir leikhléið og kom Glen Johnson sterkur til leiks í stöðu vinstri bakvarðar. Hann fékk gott færi í upphafi hálfleiksins en hitti ekki markið í upplögðu færi. Þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir skallaði David Ngog yfir úr góðu færi eftir horn. Undir lok leiksins skallaði einn heimamanna óvaldaður framhjá úr algjöru dauðafæri. Yossi Benayoun átti síðasta spark leiksins en markmaður St Gallen varði vel skot hans með því að slá boltann framhjá þegar Ísraelinn skaut utan teigs.
Liverpool: Cavalieri, Insua, Carragher, San Jose Dominguez, Degen, Babel, Gerrard, Spearing, El Zhar, Nemeth og Voronin. Varamenn: Benayoun, Darby, Johnson, Kelly, Kuyt, Leiva, Ngog, Pacheco, Plessis, Sanchez Ayala og Skrtel.
Helsta heimild: Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Liverpool fékk fyrsta færið en markmaður St Gallen náði að verja frá Krisztian Nemeth. Heimamenn færðu sig jafnt og þétt upp á skaftið og hefðu átt að vera komnir yfir þegar kom að leikhléi. Fyrst átti Mario Caceras skot í stöng úr dauðafæri og svo bjargaði Jamie Carragher á línu frá Ze Vitor.
Liverpool lék betur eftir leikhléið og kom Glen Johnson sterkur til leiks í stöðu vinstri bakvarðar. Hann fékk gott færi í upphafi hálfleiksins en hitti ekki markið í upplögðu færi. Þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir skallaði David Ngog yfir úr góðu færi eftir horn. Undir lok leiksins skallaði einn heimamanna óvaldaður framhjá úr algjöru dauðafæri. Yossi Benayoun átti síðasta spark leiksins en markmaður St Gallen varði vel skot hans með því að slá boltann framhjá þegar Ísraelinn skaut utan teigs.
Liverpool: Cavalieri, Insua, Carragher, San Jose Dominguez, Degen, Babel, Gerrard, Spearing, El Zhar, Nemeth og Voronin. Varamenn: Benayoun, Darby, Johnson, Kelly, Kuyt, Leiva, Ngog, Pacheco, Plessis, Sanchez Ayala og Skrtel.
Helsta heimild: Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan