| HI
TIL BAKA
Landslið Singapore rótburstað
Liverpool kjöldró landslið Singapore 5-0 í æfingaleik í morgun. Ungverjinn Krisztian Nemeth skoraði tvö markanna og Fernando Torres, Andryi Voronin og Albert Riera skoruðu sitt markið hver. Xabi Alonso spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu fyrir félagið.
Eins og vera ber á undirbúningstímabili gerði Benítez nokkrar tilraunir í liðsuppstillingunni. Hinn ungi Mikle San Jose lék sem miðvörður ásamt Jamie Carragher og Daniel Agger lék sem vinstri bakvörður.
David Ngog var mjög líflegur í sókninni til að byrja með. Fyrst skallaði hann naumlega framhjá eftir undirbúning Andriy Voronin og síðan varði markvörður Singapore-liðsins mjög vel frá honum eftir að Yossi Benayoun hafði lagt upp færi fyrir hann. Erfitt reyndist að ná inn fyrsta markinu en það kom loks undir lok fyrri hálfleiks. Það gerði Andriy Voronin þegar hann lék á tvo varnarmenn og skaut síðan föstu skoti rétt utan vítateigs sem breytti um stefnu af varnarmanni áður en það hafnaði í markhorninu.
Benítez gerði þrjár skiptingar í leikhléi þegar Peter Gulacsi, Emiliano Insua og Albert Riera leystu Diego Cavalieri, Mikel San Jose og Ryan Babel af hólmi. Byrjunin var lífleg hjá Liverpool og Benayoun átti skot rétt yfir markið frá vítateignum. Eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik kom svo annað markið. Javier Mascherano sendi þá fyrir markið frá hægri yfir á Albert Riera sem tók boltann laglega niður og skoraði síðan síðan með föstu og óverjandi skoti.
Eftir klukkutíma leik gerði Benítez síðan fjölda breytinga, og kom þá Fernando Torres meðal annars inná. Skömmu síðar kom svo þriðja mark Liverpool. Einn varamannanna, Dirk Kuyt, gaf þá fyrir frá hægri og Krisztian Nemeth afgreiddi boltann örugglega í markhornið af stuttu færi.
Xabi Alonso kom inná í fyrsta sinn á undirbúningstímabilinu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum, en hann hefur átt við meiðsli að stríða í ökkla. Skömmu síðar skoraði Liverpool fjórða markið. Aftur varð það Dirk Kuyt sem lagði það upp með fyrirgjöf frá hægri en í þetta sinn var það Torres sem sá um að koma boltanum í netið, við mikinn fögnuð áhorfenda. Sjö mínútum fyrir leikslok lagði Hollendingurinn upp sitt þriðja mark. Daniel Agger átti þá sendingu sem Kuyt framlengdi á Nemeth og hann skallaði boltann örugglega í netið.
Eftir leikinn tók Jamie Carragher við Ljónabikarnum sem var veittur fyrir sigur í leiknum. Sem sagt fyrsti bikar leiktíðarinnar kominn í höfn!
Liverpool: Cavalieri (Gulacsi) (Reina), San Jose Dominguez (Insua), Carragher (Kelly), Agger (Alonso), Degen (Spearing), Babel (Riera) (Dossena), Mascherano (Pacheco), Leiva (Kuyt), Benayoun (Torres), Voronin (Plessis) og Ngog (Nemeth).
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Dirk Kuyt.
Hér má sjá mörkin úr leiknum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Eins og vera ber á undirbúningstímabili gerði Benítez nokkrar tilraunir í liðsuppstillingunni. Hinn ungi Mikle San Jose lék sem miðvörður ásamt Jamie Carragher og Daniel Agger lék sem vinstri bakvörður.
David Ngog var mjög líflegur í sókninni til að byrja með. Fyrst skallaði hann naumlega framhjá eftir undirbúning Andriy Voronin og síðan varði markvörður Singapore-liðsins mjög vel frá honum eftir að Yossi Benayoun hafði lagt upp færi fyrir hann. Erfitt reyndist að ná inn fyrsta markinu en það kom loks undir lok fyrri hálfleiks. Það gerði Andriy Voronin þegar hann lék á tvo varnarmenn og skaut síðan föstu skoti rétt utan vítateigs sem breytti um stefnu af varnarmanni áður en það hafnaði í markhorninu.
Benítez gerði þrjár skiptingar í leikhléi þegar Peter Gulacsi, Emiliano Insua og Albert Riera leystu Diego Cavalieri, Mikel San Jose og Ryan Babel af hólmi. Byrjunin var lífleg hjá Liverpool og Benayoun átti skot rétt yfir markið frá vítateignum. Eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik kom svo annað markið. Javier Mascherano sendi þá fyrir markið frá hægri yfir á Albert Riera sem tók boltann laglega niður og skoraði síðan síðan með föstu og óverjandi skoti.
Eftir klukkutíma leik gerði Benítez síðan fjölda breytinga, og kom þá Fernando Torres meðal annars inná. Skömmu síðar kom svo þriðja mark Liverpool. Einn varamannanna, Dirk Kuyt, gaf þá fyrir frá hægri og Krisztian Nemeth afgreiddi boltann örugglega í markhornið af stuttu færi.
Xabi Alonso kom inná í fyrsta sinn á undirbúningstímabilinu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum, en hann hefur átt við meiðsli að stríða í ökkla. Skömmu síðar skoraði Liverpool fjórða markið. Aftur varð það Dirk Kuyt sem lagði það upp með fyrirgjöf frá hægri en í þetta sinn var það Torres sem sá um að koma boltanum í netið, við mikinn fögnuð áhorfenda. Sjö mínútum fyrir leikslok lagði Hollendingurinn upp sitt þriðja mark. Daniel Agger átti þá sendingu sem Kuyt framlengdi á Nemeth og hann skallaði boltann örugglega í netið.
Eftir leikinn tók Jamie Carragher við Ljónabikarnum sem var veittur fyrir sigur í leiknum. Sem sagt fyrsti bikar leiktíðarinnar kominn í höfn!
Liverpool: Cavalieri (Gulacsi) (Reina), San Jose Dominguez (Insua), Carragher (Kelly), Agger (Alonso), Degen (Spearing), Babel (Riera) (Dossena), Mascherano (Pacheco), Leiva (Kuyt), Benayoun (Torres), Voronin (Plessis) og Ngog (Nemeth).
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Dirk Kuyt.
Hér má sjá mörkin úr leiknum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan