| HI
Hörð deila virðist vera komin upp milli Liverpool og Real Madrid um Xabi Alonso. Leikmaðurinn sjálfur er nú í Madrid til að reyna að klára samninginn en forseti Madridarliðsins hefur gagnrýnt Benítez fyrir að krefjast of hás verðs fyrir kappann.
Benítez hefur sett 30 milljóna punda verðmiða á Alonso og hefur nú sett Real Madrid afarkosti. Annaðhvort verði ásættanlegt tilboð lagt inn fyrir næstu helgi eða þá að kappinn fer hvergi. Framtíðin er því í höndum Madridarliðsins, sem hafði áður lagt inn 24 milljóna punda tilboð fyrir Alonso sem var umsvifalaust hafnað. Ástæðan fyrir þessum afarkostum er einföld - ef kappinn fer þarf Benítez tíma til að finna mann í staðinn, en aðeins eru tvær og hálf vika þar til keppni hefst í ensku úrvalsdeildinni.
Florentino Perez forseti Real Madrid er hins vegar allt annað en ánægður með verðmiðann sem settur er á Alonso og bendir á að Benítez hafi verið tilbúinn til að selja hann á helminginn af þessari upphæð í fyrra. Spænska liðið hefur hins vegar sem kunnugt er þegar keypt Cristiano Ronaldo fyrir 80 milljónir punda og Kaka fyrir 56 milljónir. Þeir hafa hins vegar einnig viljað kaupa fleiri Spánverja í leikmannahópinn. "Koma leikmanna eins og Kaka og Ronaldo hefur ruglað fólk sem heldur að af því að við viljum fleiri Spánverja sé hægt að fara fram á upphæð sem er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Fyrir ári hefðu vissir leikmenn kostað helming þessarar upphæðar. Það er ekkert sem réttlætir þetta verð. Ef nauðsyn krefur getum við lokið "Spánverjavæðingunni" með leikmönnum úr unglingastarfinu."
Perez bendir einnig á að dýrustu leikmennirnir auki aðsókn að leikjum. Það eigi hins vegar ekki við um alla leikmenn. Perez bendir einnig á að liðið þurfi að selja leikmenn áður en fleiri verða keyptir þar sem nú eru 29 leikmenn í hópnum, en aðeins er leyfilegt að skrá 25 leikmenn til þátttöku í deildinni.
Liverpool Echo segir í dag að þessi þróun mála geti bent til þess að Liverpool vinni baráttuna um Alonso. Hvort ástæða er til slíkrar bjartsýni kemur væntanlega í ljós áður en vikan er á enda.
TIL BAKA
Hart deilt um Alonso

Benítez hefur sett 30 milljóna punda verðmiða á Alonso og hefur nú sett Real Madrid afarkosti. Annaðhvort verði ásættanlegt tilboð lagt inn fyrir næstu helgi eða þá að kappinn fer hvergi. Framtíðin er því í höndum Madridarliðsins, sem hafði áður lagt inn 24 milljóna punda tilboð fyrir Alonso sem var umsvifalaust hafnað. Ástæðan fyrir þessum afarkostum er einföld - ef kappinn fer þarf Benítez tíma til að finna mann í staðinn, en aðeins eru tvær og hálf vika þar til keppni hefst í ensku úrvalsdeildinni.
Florentino Perez forseti Real Madrid er hins vegar allt annað en ánægður með verðmiðann sem settur er á Alonso og bendir á að Benítez hafi verið tilbúinn til að selja hann á helminginn af þessari upphæð í fyrra. Spænska liðið hefur hins vegar sem kunnugt er þegar keypt Cristiano Ronaldo fyrir 80 milljónir punda og Kaka fyrir 56 milljónir. Þeir hafa hins vegar einnig viljað kaupa fleiri Spánverja í leikmannahópinn. "Koma leikmanna eins og Kaka og Ronaldo hefur ruglað fólk sem heldur að af því að við viljum fleiri Spánverja sé hægt að fara fram á upphæð sem er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Fyrir ári hefðu vissir leikmenn kostað helming þessarar upphæðar. Það er ekkert sem réttlætir þetta verð. Ef nauðsyn krefur getum við lokið "Spánverjavæðingunni" með leikmönnum úr unglingastarfinu."
Perez bendir einnig á að dýrustu leikmennirnir auki aðsókn að leikjum. Það eigi hins vegar ekki við um alla leikmenn. Perez bendir einnig á að liðið þurfi að selja leikmenn áður en fleiri verða keyptir þar sem nú eru 29 leikmenn í hópnum, en aðeins er leyfilegt að skrá 25 leikmenn til þátttöku í deildinni.
Liverpool Echo segir í dag að þessi þróun mála geti bent til þess að Liverpool vinni baráttuna um Alonso. Hvort ástæða er til slíkrar bjartsýni kemur væntanlega í ljós áður en vikan er á enda.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan