| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fernando vill vinna titla!
Fernando Torres hefur fengið margar viðurkenningar á ferli sínum og hann varð Evrópumeistari með Spánverjum sumarið 2008. Hann hefur þó enn ekki unnið stórtitil með félagsliði og því vill hann breyta á keppnistímabilinu sem senn hefst.
,,Ég verð ekkert að hugsa um persónulegar viðurkenningar á næsta keppnistímabili. Mitt aðaltakmark verður að vinna titla. Ég kom til Liverpool til að vinna titla. Tvö ár án þess að vinna titil er langur tími hjá Liverpool og þess vegna er þessi leiktíð kannski enn mikilvægari en þær síðustu. Þetta verður mjög mikilvæg leiktíð fyrir félagið. Ég er viss um að við getum unnið stórtitil eins og Úrvalsdeildina eða Meistaradeildina. Það verður ekki auðvelt því það verður við erfiða mótherja að fást en við höldum að við getum unnið einhvern titil. Ég hugsa málið ekki þannig að við getum unnið deildina. Mér finnst að við verðum að vinna hana."
,,Við erum með frábæran leikmannahóp en ég veit að við getum spilað betur en við gerðum á síðasta keppnistímabili. Ég hef mikla trú á þessu liði og þá sérstaklega eftir hversu við vorum nærri titlinum á síðustu leiktíð. Við höfum trú á að við getum unnið deildina en við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ég vil sjálfur spila enn betur á næstu leiktíð, nota marktækifærin mín og hjálpa liðinu."
Sem fyrr segir þá hefur Fernando Torres ekki enn unnið stórtitil með félagsliði. Eini titill hans með félagsliði vannst árið 2002 þegar Atletico Madrid vann sigur í annarri deild. Vonandi bætist í titlasafn Fernando Torres og Liverpool á næsta keppnistímabili!
,,Ég verð ekkert að hugsa um persónulegar viðurkenningar á næsta keppnistímabili. Mitt aðaltakmark verður að vinna titla. Ég kom til Liverpool til að vinna titla. Tvö ár án þess að vinna titil er langur tími hjá Liverpool og þess vegna er þessi leiktíð kannski enn mikilvægari en þær síðustu. Þetta verður mjög mikilvæg leiktíð fyrir félagið. Ég er viss um að við getum unnið stórtitil eins og Úrvalsdeildina eða Meistaradeildina. Það verður ekki auðvelt því það verður við erfiða mótherja að fást en við höldum að við getum unnið einhvern titil. Ég hugsa málið ekki þannig að við getum unnið deildina. Mér finnst að við verðum að vinna hana."
,,Við erum með frábæran leikmannahóp en ég veit að við getum spilað betur en við gerðum á síðasta keppnistímabili. Ég hef mikla trú á þessu liði og þá sérstaklega eftir hversu við vorum nærri titlinum á síðustu leiktíð. Við höfum trú á að við getum unnið deildina en við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ég vil sjálfur spila enn betur á næstu leiktíð, nota marktækifærin mín og hjálpa liðinu."
Sem fyrr segir þá hefur Fernando Torres ekki enn unnið stórtitil með félagsliði. Eini titill hans með félagsliði vannst árið 2002 þegar Atletico Madrid vann sigur í annarri deild. Vonandi bætist í titlasafn Fernando Torres og Liverpool á næsta keppnistímabili!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan