| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ef þú vilt fara - drífðu þig þá!
Gamla Liverpool hetjan Mark Lawrenson er búinn að fá nóg af endaleysunni í kringum Xabi Alonso. Í viðtali við Liverpool Daily Post segir Lawrenson að ef það sé rétt að Xabi vilji fara og Real Madrid vilji kaupa hann, þá sé langbest að ljúka því af.
,,Ef þú vilt fara, drífðu þig þá!" Svo vitnað sé nokkurnveginn orðrétt í Lawrenson.
,,Alonso sýndi það á síðasta tímabili að hann er frábær leikmaður og hann sýndi mikinn karakter með því að spila sitt besta tímabil þrátt fyrir allar vangavelturnar um framtíð hans síðasta sumar. En jafnvel þótt hann sé afar mikilvægur leikmaður þá tel ég að það verði hægt að bæta skaðann af brotthvarfi hans. Sérstaklega ef þessari allt of löngu sögu lýkur á næstu dögum, en það gæti orðið erfiðara ef málin verða látin dragast mikið lengur á langinn", segir Lawrenson.
,,Ég er allavega á því að jafnvel þótt Xabi fari frá okkur þá getum við vel verið í titilbaráttu í vetur. Hópurinn er nógu sterkur til þess. Ég er líka alveg fullviss um það að brotthvarf hans mun ekki hafa svo mikil áhrif á leikmennina sem eftir verða, þeir eru fullir sjálfstrausts eftir sem áður og trúa því að þeir geti staðið uppi í hárinu á Manchester United."
,,Ef Liverpool ákveður að selja Xabi þá munu vissulega margir aðdáendur félagsins verða vonsviknir, enda er hann svo sannarlega frábær leikmaður, en ég held að í rauninni þá gæti það þýtt að Benítez fengi hugsanlega sókndjarfari leikmann í staðinn fyrir hann. Þannig að hugsanlega yrði liðið beittara fyrir vikið, þegar upp er staðið."
,,Benítez hefur að vísu ekki viljað viðurkenna áhuga sinn á t.d. David Villa, en ég sé fyrir mér að ef við fengjum mann eins og hann í liðið, sem myndi þá spila aðeins fyrir aftan Torres, þá gæti Steven Gerrard dregið sig aðeins aftar á miðjuna. Þannig yrði sóknarleikur okkar mun beittari að mínu mati, án þess að koma niður á þéttleikanum."
,,Ég held að það gæti reynst liðinu afar gott að fá peninginn sem í boði er fyrir Alonso og kaupa þá sterkan sóknarmann. Það hefur auðvitað gengið vel að hafa Gerrard frammi með Torres, en hvað ef Torres meiðist? Hver á þá að skapa hættuna? Ekki ætlum við að hafa Gerrard einan frammi?"
,,Liverpool liðið á engan framherja sem skapar jafn mikinn usla og Torres. Stevie G. er frábær leikmaður og alltaf ógnandi, en hann er miðjumaður."
,,Það kann vel að vera að Benítez sé ánægður með frammistöðu einhverra framherjanna í æfingaleikjunum að undanförnu, en ég sé ekki að það gefi okkur neitt þegar út í alvöruna er komið. Kriztian Nemeth skoraði tvö mörk um daginn, en það var gegn léttum andstæðingum og telst varla með. David Ngog var líka sjóðheitur á undirbúningstímabilinu í fyrra, en það skilaði sér ekki þegar á hólminn var komið."
,,Og ef Benítez er svona voðalega ánægður með að hafa fengið einn besta leikmannin í þýsku úrvalsdeildinni, Andryi Voronin, aftur - afhverju í ósköpunum var hann þá að reyna að losa sig við hann? Af því að hann er ekki nógu góður, það er svo einfalt!"
,,Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Ef Alonso vill fara þá skulum við bara selja hann og nota peninginn til að kaupa einhvern sem getur breytt öllum þessum árans jafnteflum, sem reyndust okkur svo dýrkeypt síðasta vetur, í sigur. Alonso er frábær leikmaður og líklega sá sem skilar boltanum best frá sér í öllu liðinu, en hann er ekki týpan sem getur unnið leiki upp á eigin spýtur. Við þurfum fleiri svoleiðis menn."
,,Ef þú vilt fara, drífðu þig þá!" Svo vitnað sé nokkurnveginn orðrétt í Lawrenson.
,,Alonso sýndi það á síðasta tímabili að hann er frábær leikmaður og hann sýndi mikinn karakter með því að spila sitt besta tímabil þrátt fyrir allar vangavelturnar um framtíð hans síðasta sumar. En jafnvel þótt hann sé afar mikilvægur leikmaður þá tel ég að það verði hægt að bæta skaðann af brotthvarfi hans. Sérstaklega ef þessari allt of löngu sögu lýkur á næstu dögum, en það gæti orðið erfiðara ef málin verða látin dragast mikið lengur á langinn", segir Lawrenson.
,,Ég er allavega á því að jafnvel þótt Xabi fari frá okkur þá getum við vel verið í titilbaráttu í vetur. Hópurinn er nógu sterkur til þess. Ég er líka alveg fullviss um það að brotthvarf hans mun ekki hafa svo mikil áhrif á leikmennina sem eftir verða, þeir eru fullir sjálfstrausts eftir sem áður og trúa því að þeir geti staðið uppi í hárinu á Manchester United."
,,Ef Liverpool ákveður að selja Xabi þá munu vissulega margir aðdáendur félagsins verða vonsviknir, enda er hann svo sannarlega frábær leikmaður, en ég held að í rauninni þá gæti það þýtt að Benítez fengi hugsanlega sókndjarfari leikmann í staðinn fyrir hann. Þannig að hugsanlega yrði liðið beittara fyrir vikið, þegar upp er staðið."
,,Benítez hefur að vísu ekki viljað viðurkenna áhuga sinn á t.d. David Villa, en ég sé fyrir mér að ef við fengjum mann eins og hann í liðið, sem myndi þá spila aðeins fyrir aftan Torres, þá gæti Steven Gerrard dregið sig aðeins aftar á miðjuna. Þannig yrði sóknarleikur okkar mun beittari að mínu mati, án þess að koma niður á þéttleikanum."
,,Ég held að það gæti reynst liðinu afar gott að fá peninginn sem í boði er fyrir Alonso og kaupa þá sterkan sóknarmann. Það hefur auðvitað gengið vel að hafa Gerrard frammi með Torres, en hvað ef Torres meiðist? Hver á þá að skapa hættuna? Ekki ætlum við að hafa Gerrard einan frammi?"
,,Liverpool liðið á engan framherja sem skapar jafn mikinn usla og Torres. Stevie G. er frábær leikmaður og alltaf ógnandi, en hann er miðjumaður."
,,Það kann vel að vera að Benítez sé ánægður með frammistöðu einhverra framherjanna í æfingaleikjunum að undanförnu, en ég sé ekki að það gefi okkur neitt þegar út í alvöruna er komið. Kriztian Nemeth skoraði tvö mörk um daginn, en það var gegn léttum andstæðingum og telst varla með. David Ngog var líka sjóðheitur á undirbúningstímabilinu í fyrra, en það skilaði sér ekki þegar á hólminn var komið."
,,Og ef Benítez er svona voðalega ánægður með að hafa fengið einn besta leikmannin í þýsku úrvalsdeildinni, Andryi Voronin, aftur - afhverju í ósköpunum var hann þá að reyna að losa sig við hann? Af því að hann er ekki nógu góður, það er svo einfalt!"
,,Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Ef Alonso vill fara þá skulum við bara selja hann og nota peninginn til að kaupa einhvern sem getur breytt öllum þessum árans jafnteflum, sem reyndust okkur svo dýrkeypt síðasta vetur, í sigur. Alonso er frábær leikmaður og líklega sá sem skilar boltanum best frá sér í öllu liðinu, en hann er ekki týpan sem getur unnið leiki upp á eigin spýtur. Við þurfum fleiri svoleiðis menn."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan