| Grétar Magnússon
Liverpool og Real Madrid hafa náð samkomulagi um kaup síðarnefnda liðsins á Alvaro Arbeloa. Hann er öllum hnútum kunnugur hjá Real Madrid því hann hóf feril sinn þar.
Talsmaður Liverpool sagði: ,,Við höfum náð samkomulagi við Real Madrid um söluna á leikmanninum. Nú á hann bara eftir að gangast undir læknisskoðun."
Talið er að kaupverðið á Arbeloa sé 3.5 milljónir punda (eða 4 milljónir evra). Mun hann skrifa undir fjögurra ára samning við Real Madrid með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Liverpool keypti Alvaro frá Deportivo La Coruna og borgaði þá 2,6 milljónir punda fyrir hann. Má því segja að Liverpool hafi grætt á því að hafa Spánverjann í sínum röðum.
Alvaro Arbeloa kom til Liverpool í janúar árið 2007. Hann spilaði alls 98 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim tvö mörk.
TIL BAKA
Arbeloa til Real Madrid

Talsmaður Liverpool sagði: ,,Við höfum náð samkomulagi við Real Madrid um söluna á leikmanninum. Nú á hann bara eftir að gangast undir læknisskoðun."
Talið er að kaupverðið á Arbeloa sé 3.5 milljónir punda (eða 4 milljónir evra). Mun hann skrifa undir fjögurra ára samning við Real Madrid með möguleika á framlengingu um eitt ár.
Liverpool keypti Alvaro frá Deportivo La Coruna og borgaði þá 2,6 milljónir punda fyrir hann. Má því segja að Liverpool hafi grætt á því að hafa Spánverjann í sínum röðum.
Alvaro Arbeloa kom til Liverpool í janúar árið 2007. Hann spilaði alls 98 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim tvö mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan