| Sf. Gutt
Krisztian Nemeth skoraði tvívegis þegar Liverpool vann 5:0 sigur á landsliði Singapore um síðustu helgi. Þessi ungverski strákur sló í gegn með varaliðinu á þar síðustu leiktíð og var þá markakóngur liðsins. Á síðasta keppnistímabili gekk honum flest í mót og hann missti af stærstum hluta þess vegna meiðsla. Krisztian minnti vel á sig gegn landsliði Singapore og skoraði tvö góð mörk. Hann vonast nú til að geta látið að sér kveða á þessu keppnistímabili.
"Ég var mikið meiddur á síðasta ári en ég vona að allt gangi betur á þessu ári. Ég er ungur og hver einasti dagur hér hefur verið lærdómsríkur. Leikurinn gegn Singapore gekk vel eftir að við höfum lagt hart að okkur í tvær vikur. Við erum búnir að æfa tvisvar á hverjum degi og það hefur verið mjög erfitt. Við sýndum í þessum leik að við erum komnir í góða þjálfun. Dirk lagði upp bæði mörkin fyrir mig með góðum sendingum og ég var mjög ánægður með að ná að skora."
Krisztian Nemeth hefur lengi verið talinn ein bjartasta von Ungverja í knattspyrnunni og vonandi verður hann nógu góður til að láta að sér kveða í aðalliði Liverpool. Öll mörk verða vel þegin á komandi keppnistímabili!
TIL BAKA
Krisztian Nemeth ætlar sér stóra hluti

"Ég var mikið meiddur á síðasta ári en ég vona að allt gangi betur á þessu ári. Ég er ungur og hver einasti dagur hér hefur verið lærdómsríkur. Leikurinn gegn Singapore gekk vel eftir að við höfum lagt hart að okkur í tvær vikur. Við erum búnir að æfa tvisvar á hverjum degi og það hefur verið mjög erfitt. Við sýndum í þessum leik að við erum komnir í góða þjálfun. Dirk lagði upp bæði mörkin fyrir mig með góðum sendingum og ég var mjög ánægður með að ná að skora."
Krisztian Nemeth hefur lengi verið talinn ein bjartasta von Ungverja í knattspyrnunni og vonandi verður hann nógu góður til að láta að sér kveða í aðalliði Liverpool. Öll mörk verða vel þegin á komandi keppnistímabili!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan