| Sf. Gutt
Liverpool tapaði illa 3:0 fyrir Espanyol á Spáni. Þetta var annað tap Liverpool á undirbúningstímabilinu.
Liverpool fékk þann heiður að vera fyrsti mótherji Espanyol á nýjum heimavelli spænska liðsins. Leikvangurinn heitir Estadi Cornella-El Prat en Espanyol hefur leikið á Olympíuleikvanginum í Barcelona frá því hann var tekinn í notkun. Rafael Benítez stillti upp sterkasta liði sem hann hefur teflt fram hingað til á leiktíðinni. Steven Gerrard var í byrjunarliðinu og það munaði litlu að hann yrði fyrstur leikmanna til að skora á nýja leikvangiunum en skot hans fór í þverslá. Heimamenn skoruðu þess í stað rétt á eftir þegar Luis Garcia skoraði á 19. mínútu af stuttu færi. Tréverkið hélt áfram að þvælast fyrir Steven þegar aukaspyrnu hans fór í stöng.
Bæði lið fengu færi í síðari hálfleik en það voru heimamenn sem notuðu tvö af sínum og var það Ísraelsmaðurinn Ben Sahar skoraði þau bæði. Fyrst skoraði hann á 64. mínútu og svo aftur þremur mínútum fyrir leikslok. Hann hefði getað skorað þrennu en San Jose bjargaði á línu frá honum. Xabi Alonso kom inn á undir lokin. Telja margir að þetta hafi verið síðasti leikur hans með Liverpool. Slæmt tap varð staðreynd og enn stóðu mörkin á sér hjá Liverpool. Heimamenn fögnuðu á hinn bóginn mjög eftir sigur í vígsluleiknum.
Liverpool: Reina, Insua, Carragher, San Jose Dominguez, Johnson, Benayoun, Leiva, Mascherano, Kuyt, Gerrard og Torres. Varamenn: Alonso, Babel, Cavalieri, Degen, Dossena, Kelly, Ngog, Plessis, Riera, Spearing og Voronin.
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Steven Gerrard.
Albert Riera lék á móti sínu gamla félagi en það gerði Steve Finnan ekki. Hann yfirgaf Espanyol á dögunum og gerði samdi við Portsmouth.
TIL BAKA
Slæmt tap á Spáni

Liverpool fékk þann heiður að vera fyrsti mótherji Espanyol á nýjum heimavelli spænska liðsins. Leikvangurinn heitir Estadi Cornella-El Prat en Espanyol hefur leikið á Olympíuleikvanginum í Barcelona frá því hann var tekinn í notkun. Rafael Benítez stillti upp sterkasta liði sem hann hefur teflt fram hingað til á leiktíðinni. Steven Gerrard var í byrjunarliðinu og það munaði litlu að hann yrði fyrstur leikmanna til að skora á nýja leikvangiunum en skot hans fór í þverslá. Heimamenn skoruðu þess í stað rétt á eftir þegar Luis Garcia skoraði á 19. mínútu af stuttu færi. Tréverkið hélt áfram að þvælast fyrir Steven þegar aukaspyrnu hans fór í stöng.
Bæði lið fengu færi í síðari hálfleik en það voru heimamenn sem notuðu tvö af sínum og var það Ísraelsmaðurinn Ben Sahar skoraði þau bæði. Fyrst skoraði hann á 64. mínútu og svo aftur þremur mínútum fyrir leikslok. Hann hefði getað skorað þrennu en San Jose bjargaði á línu frá honum. Xabi Alonso kom inn á undir lokin. Telja margir að þetta hafi verið síðasti leikur hans með Liverpool. Slæmt tap varð staðreynd og enn stóðu mörkin á sér hjá Liverpool. Heimamenn fögnuðu á hinn bóginn mjög eftir sigur í vígsluleiknum.
Liverpool: Reina, Insua, Carragher, San Jose Dominguez, Johnson, Benayoun, Leiva, Mascherano, Kuyt, Gerrard og Torres. Varamenn: Alonso, Babel, Cavalieri, Degen, Dossena, Kelly, Ngog, Plessis, Riera, Spearing og Voronin.
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Steven Gerrard.
Albert Riera lék á móti sínu gamla félagi en það gerði Steve Finnan ekki. Hann yfirgaf Espanyol á dögunum og gerði samdi við Portsmouth.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan