| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Fernando hlakkar til að mæta Atletico
Fernando Torres hlakkar til að mæta sínum gömlu félögum í Atletico Madrid á Anfield á morgun.
S
íðasti æfingaleikur Liverpool á undirbúningstímabilinu fer fram á Anfield á morgun, þegar spænska stórliðið Atletico Madrid mætir til leiks.
Eins og menn muna sjálfsagt þá var Torres meiddur í báðum leikjum Liverpool og Atletico í Meistaradeildinni s.l. vetur og það voru honum að sjálfsögðu mikil vonbrigði, en nú er hann í fullu fjöri og hlakkar til að mæta sínum gömlu liðsfélögum.
Torres skrifar á heimasíðu sína að vissulega sé þetta bara vináttuleikur, en hann vonist til að mæta Atletico einhverntíma aftur í Meistaradeildinni.
,,Það væri virkilega gaman að fá einhverntíma tækifæri til að spila með Liverpool móti Atletico á Vincente Calderon", segir Torres orðrétt.
,,Það er mikil spenna fyrir leiknum á morgun og ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í honum. Þetta eru vinafélög og ég er viss um að leikurinn verður góð skemmtun fyrir alla, bæði þá sem taka þátt og þá sem fylgjast með."
,,Það verður samt örugglega ekkert gefið eftir, því þetta er jú síðasti leikur okkar áður en við mætum Tottenham í deildinni og þetta er síðasti leikur Atletico áður en þeir fara í undankeppnina fyrir Meistaradeildina. Þannig að menn þurfa að sýna hvað í þeim býr."
Samkvæmt heimasíðu Atletico Madrid er búið að velja 18 leikmenn fyrir leikinn gegn Liverpool og í þeim hópi er að finna fyrrum leikmann Liverpool, Frakkann Florent Sinama-Pongolle. Luis García virðist hinsvegar ekki vera í hópnum.
S

Eins og menn muna sjálfsagt þá var Torres meiddur í báðum leikjum Liverpool og Atletico í Meistaradeildinni s.l. vetur og það voru honum að sjálfsögðu mikil vonbrigði, en nú er hann í fullu fjöri og hlakkar til að mæta sínum gömlu liðsfélögum.
Torres skrifar á heimasíðu sína að vissulega sé þetta bara vináttuleikur, en hann vonist til að mæta Atletico einhverntíma aftur í Meistaradeildinni.
,,Það væri virkilega gaman að fá einhverntíma tækifæri til að spila með Liverpool móti Atletico á Vincente Calderon", segir Torres orðrétt.
,,Það er mikil spenna fyrir leiknum á morgun og ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í honum. Þetta eru vinafélög og ég er viss um að leikurinn verður góð skemmtun fyrir alla, bæði þá sem taka þátt og þá sem fylgjast með."
,,Það verður samt örugglega ekkert gefið eftir, því þetta er jú síðasti leikur okkar áður en við mætum Tottenham í deildinni og þetta er síðasti leikur Atletico áður en þeir fara í undankeppnina fyrir Meistaradeildina. Þannig að menn þurfa að sýna hvað í þeim býr."
Samkvæmt heimasíðu Atletico Madrid er búið að velja 18 leikmenn fyrir leikinn gegn Liverpool og í þeim hópi er að finna fyrrum leikmann Liverpool, Frakkann Florent Sinama-Pongolle. Luis García virðist hinsvegar ekki vera í hópnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan