| HI
TIL BAKA
Meiðsli Carraghers ekki alvarleg
Jamie Carragher verður klár í slaginn í fyrsta leik Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, gegn Tottenham á sunnudaginn kemur. Margir stuðningmenn voru áhyggjufullir þegar Carragher varð að fara af leikvelli snemma leiks gegn Atletico Madrid í gær vegna meiðsla, einkum í ljósi þess að Daniel Agger og Martin Skrtel eru líka meiddir. Rafael Benítez sagði hins vegar eftir leikinn að þessi meiðsli væru ekki alvarleg.
"Hann er í lagi. Hann sneri sig á ökkla og það var bara varúðarráðstöfun að taka hann útaf því að við höfum verið í vandræðum vegna hinna miðvarðanna og vildum passa upp á hann."
Þegar hann var spurður um hvort þetta væri áhyggjuefni vegna meiðsla hinna tveggja bætti Benítez við: "Við verðum að bíða og sjá, leikmennirnir þrír eru meiddir en þeir eru á batavegi svo að ég held að þeir verði klárir fyrir næsta leik. Þegar maður snýr sig á ökklanum þarf maður 2-3 daga til að jafna sig og eftir smá sjúkrameðferð er allt í lagi."
Meiðsli Carragher urðu til þess að Mikel San Jose var með Daniel Ayala í miðri vörninni þar sem eftir var leiks og Benítez segir að nú verði hann að taka ákvarðanir. "Við höfum um tvo kosti að velja. Annars þeirra er að fá nýjan leikmann og hinn er að halda áfram að vinna með ungu leikmennina. Ef allt er í lagi erum við með þrjá heila miðverði, einhver verður sá fjórði og það verðum við að ákveða. Nú er ein lausnin að halda áfram að vinna með þeim. Ungir leikmenn þurfa stundum tækifæri svo að við sjáum bara til."
"Hann er í lagi. Hann sneri sig á ökkla og það var bara varúðarráðstöfun að taka hann útaf því að við höfum verið í vandræðum vegna hinna miðvarðanna og vildum passa upp á hann."
Þegar hann var spurður um hvort þetta væri áhyggjuefni vegna meiðsla hinna tveggja bætti Benítez við: "Við verðum að bíða og sjá, leikmennirnir þrír eru meiddir en þeir eru á batavegi svo að ég held að þeir verði klárir fyrir næsta leik. Þegar maður snýr sig á ökklanum þarf maður 2-3 daga til að jafna sig og eftir smá sjúkrameðferð er allt í lagi."
Meiðsli Carragher urðu til þess að Mikel San Jose var með Daniel Ayala í miðri vörninni þar sem eftir var leiks og Benítez segir að nú verði hann að taka ákvarðanir. "Við höfum um tvo kosti að velja. Annars þeirra er að fá nýjan leikmann og hinn er að halda áfram að vinna með ungu leikmennina. Ef allt er í lagi erum við með þrjá heila miðverði, einhver verður sá fjórði og það verðum við að ákveða. Nú er ein lausnin að halda áfram að vinna með þeim. Ungir leikmenn þurfa stundum tækifæri svo að við sjáum bara til."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan