| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Liverpool með tilboð í Ryan Shawcross?
Samkvæmt enska dagblaðinu Daily Mail er Rafa Benítez að undirbúa tilboð í miðvörðinn Ryan Shawcross hjá Stoke.

Benítez leitar nú logandi ljósi að miðverði, þar sem Jamie Carragher, Daniel Agger og Martin Skrtel eru allir meiddir og tímabilið að bresta á.
Benítez er sagður hafa boðið 6 milljónir í Phil Brown hjá Hull, en þar sem Hull vill helmingi hærri upphæð fyrir kappann mun ekkert verða af þeim kaupum. Ryan þessi Shawcross mun þá vera næstur á óskalista Benítez.
Ryan Shawcross er einungis 21 árs gamall og þykir mikið efni. Hann kom til Stoke frá Manchester United fyrir hálfu öðru ári og hefur skorað 3 mörk í 28 leikjum fyrir liðið.
Af okkar eigin miðvörðum er það að frétta að Carragher fer í læknisskoðun í dag og meiðsli Aggers eru ekki talin ýkja alvarleg. Benítez segir að það séu 80% líkur á að tveir af þessum þremur verði með gegn Tottenham á sunnudaginn. Við sjáum hvað setur.

Benítez leitar nú logandi ljósi að miðverði, þar sem Jamie Carragher, Daniel Agger og Martin Skrtel eru allir meiddir og tímabilið að bresta á.
Benítez er sagður hafa boðið 6 milljónir í Phil Brown hjá Hull, en þar sem Hull vill helmingi hærri upphæð fyrir kappann mun ekkert verða af þeim kaupum. Ryan þessi Shawcross mun þá vera næstur á óskalista Benítez.
Ryan Shawcross er einungis 21 árs gamall og þykir mikið efni. Hann kom til Stoke frá Manchester United fyrir hálfu öðru ári og hefur skorað 3 mörk í 28 leikjum fyrir liðið.
Af okkar eigin miðvörðum er það að frétta að Carragher fer í læknisskoðun í dag og meiðsli Aggers eru ekki talin ýkja alvarleg. Benítez segir að það séu 80% líkur á að tveir af þessum þremur verði með gegn Tottenham á sunnudaginn. Við sjáum hvað setur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan