| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tap í síðasta æfingaleiknum
Ekki endaði undirbúningstímabilið vel hjá Liverpool en liðið tapaði síðasta æfingaleik sínum og að auki fjölgaði á meiðslalistanum. Liverpool mátti þola tap 2:1 á heimavelli sínum fyrir Atletico Madrid.
Liverpool lék ekki vel frekar en í flestum æfingaleikjum sínum í sumar og lenti undir eftir stundarfjörðung þegar Kun Aguero stýrði fyrirgjöf frá vinstri í mark án þess að Jose Reina kæmi vörnum við. Markið var eins og í handbolta því Atletico notfærði sér liðsmun eftir að Jamie Carragher varð að fara af velli vegna meiðsla á ökkla. Mikel San Jose kom inn á lék við hliðina á Danny Ayala, sem er hér á mynd, var illa á verði í markinu. Liverpool átti nokkur góð upphlaup í kjölfarið og Glen Johnson sýndi góðar rispur á hægri vængnum.
Um miðjan hálfleikinn hefði Liverpool átt að fá víti þegar brotið var á Fernando Torres en ekkert var dæmt. Þess í stað að Liverpool fengi víti þá skoruðu gestirnir aftur. Diego Forlan skoraði þá með fallegu bogaskoti rétt utan teigs eftir góðan samleik. Mínútu síðar braust Fernando inn í vítateiginn hægra megin en þrumuskot hans fór í stöng.
Ekki var lánið með Liverpool í fyrri hálfleik og það breyttist ekkert í þeim síðari. Liverpool átti þó nokkrar snarpar sóknir en gestirnir voru grimmir í vörninni. Á 66. mínútu átti Fernando frábæra rispu inn í teiginn en markmaður Atletico varði vel. Litlu síðar varði hann aftur frá Fernando og nú skalla.
Florent Sinama-Pongolle kom til leiks þegar fimmtán mínútur voru eftir og klöppuðu stuðningsmenn Liverpool vel fyrir honum. Hann klappaði líka fyrir þeim! Liverpool náði loks að skora á 81. mínútu. Steven Gerrard sendi þá hárnákvæma sendingu inn fyrir vörnina á Lucas Leiva, sem átti mjög góðan leik, og Brasilíumaðurinn skoraði af öryggi. Lucas hefði svo átt að fá víti rétt á eftir þegar honum var rutt um koll. Liverpool sótti af krafti undir lokin en náði ekki að jafna. Æfingaleikirnir eru nú að baki og alvaran tekur við um næstu helgi. Þá verður að gera betur!
Liverpool: Reina, Johnson (Kelly 73), Carragher (San Jose 15), Ayala, Insua, Mascherano (Spearing 78), Leiva, Gerrard, Benayoun (Voronin 78), Kuyt (Babel 61) og Torres (Ngog 81).
Áhorfendur á Anfield Road: 44.102.
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Glen Johnson.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Liverpool lék ekki vel frekar en í flestum æfingaleikjum sínum í sumar og lenti undir eftir stundarfjörðung þegar Kun Aguero stýrði fyrirgjöf frá vinstri í mark án þess að Jose Reina kæmi vörnum við. Markið var eins og í handbolta því Atletico notfærði sér liðsmun eftir að Jamie Carragher varð að fara af velli vegna meiðsla á ökkla. Mikel San Jose kom inn á lék við hliðina á Danny Ayala, sem er hér á mynd, var illa á verði í markinu. Liverpool átti nokkur góð upphlaup í kjölfarið og Glen Johnson sýndi góðar rispur á hægri vængnum.
Um miðjan hálfleikinn hefði Liverpool átt að fá víti þegar brotið var á Fernando Torres en ekkert var dæmt. Þess í stað að Liverpool fengi víti þá skoruðu gestirnir aftur. Diego Forlan skoraði þá með fallegu bogaskoti rétt utan teigs eftir góðan samleik. Mínútu síðar braust Fernando inn í vítateiginn hægra megin en þrumuskot hans fór í stöng.
Ekki var lánið með Liverpool í fyrri hálfleik og það breyttist ekkert í þeim síðari. Liverpool átti þó nokkrar snarpar sóknir en gestirnir voru grimmir í vörninni. Á 66. mínútu átti Fernando frábæra rispu inn í teiginn en markmaður Atletico varði vel. Litlu síðar varði hann aftur frá Fernando og nú skalla.
Florent Sinama-Pongolle kom til leiks þegar fimmtán mínútur voru eftir og klöppuðu stuðningsmenn Liverpool vel fyrir honum. Hann klappaði líka fyrir þeim! Liverpool náði loks að skora á 81. mínútu. Steven Gerrard sendi þá hárnákvæma sendingu inn fyrir vörnina á Lucas Leiva, sem átti mjög góðan leik, og Brasilíumaðurinn skoraði af öryggi. Lucas hefði svo átt að fá víti rétt á eftir þegar honum var rutt um koll. Liverpool sótti af krafti undir lokin en náði ekki að jafna. Æfingaleikirnir eru nú að baki og alvaran tekur við um næstu helgi. Þá verður að gera betur!
Liverpool: Reina, Johnson (Kelly 73), Carragher (San Jose 15), Ayala, Insua, Mascherano (Spearing 78), Leiva, Gerrard, Benayoun (Voronin 78), Kuyt (Babel 61) og Torres (Ngog 81).
Áhorfendur á Anfield Road: 44.102.
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Glen Johnson.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan