| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Steve Nicol hefur tröllatrú á Glen Johnson
Keppnistímabilið hjá Liverpool hefst formlega í dag þegar liðið mætir Tottenham á útivelli í ensku deildinni. Margra augu munu beinast að hinum nýja bakverði liðsins; Glen Johnson.
Johnson kom til Liverpool frá Portsmouth í júní og miklar vonir eru bundnar við þennan öfluga hægri bakvörð. Einn af þeim sem hafa tröllatrú á Johnson er gamla Liverpool hetjan Steve Nicol, sem lék einmitt lengst af sínum ferli í stöðu hægri bakvarðar þótt hann hafi raunar prófað flestar stöður á vellinum á löngum og farsælum ferli sínum hjá Liverpool.
Í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool segir Nicol að Glen Johnson muni ekki einungis styrkja varnarleik liðsins, heldur muni hann einnig reynast öflug viðbót við sóknarleikinn.
,,Ég held að Johnson sé frábær viðbót við hópinn sem fyrir er. Ef hann heldur áfram að spila eins og hann hefur gert fyrir Portsmouth undanfarin tímabil þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er auðvitað allt annað að spila fyrir Liverpool en Portsmouth, með fullri virðingu fyrir Portsmouth. Hér eru kröfurnar einfaldlega miklu meiri, en Johnson hefur reynslu frá því að vera hjá Chelsea og ég held að hann muni höndla þessa pressu. Hann er góður leikmaður og ef honum tekst að byggja ofan á það góða form sem hann hefur verið í þá er hann í góðum málum."
,,Johnson er auðvitað fyrst og fremst mjög sterkur varnarmaður, en ég bind líka vonir við að hann muni gefa okkur aukna breidd í sóknaraðgerðum. Hann hefur hraða og tækni og hann getur gert mikinn usla úti á kantinum og þess vegna held ég að hann sé frábær viðbót við liðið. Það getur gert gæfumuninn í lekjum gegn liðum sem liggja aftarlega og pakka í vörn að eiga áræðinn bakvörð í liðinu."
,,Það er í raun grátlegt að hugsa til þess að okkur hafi ekki tekist að verða meistarar í fyrra, því við töpuðum aðeins tveimur leikjum og unnum bæði Manchester United og Chelsea heima og heiman, en 7 jafntefli á heimavelli voru einfaldlega of dýrkeypt. Ég vona að hraði Johnson geti hjálpað til við að koma í veg fyrir svoleiðis leiðindi."
Johnson kom til Liverpool frá Portsmouth í júní og miklar vonir eru bundnar við þennan öfluga hægri bakvörð. Einn af þeim sem hafa tröllatrú á Johnson er gamla Liverpool hetjan Steve Nicol, sem lék einmitt lengst af sínum ferli í stöðu hægri bakvarðar þótt hann hafi raunar prófað flestar stöður á vellinum á löngum og farsælum ferli sínum hjá Liverpool.
Í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool segir Nicol að Glen Johnson muni ekki einungis styrkja varnarleik liðsins, heldur muni hann einnig reynast öflug viðbót við sóknarleikinn.
,,Ég held að Johnson sé frábær viðbót við hópinn sem fyrir er. Ef hann heldur áfram að spila eins og hann hefur gert fyrir Portsmouth undanfarin tímabil þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er auðvitað allt annað að spila fyrir Liverpool en Portsmouth, með fullri virðingu fyrir Portsmouth. Hér eru kröfurnar einfaldlega miklu meiri, en Johnson hefur reynslu frá því að vera hjá Chelsea og ég held að hann muni höndla þessa pressu. Hann er góður leikmaður og ef honum tekst að byggja ofan á það góða form sem hann hefur verið í þá er hann í góðum málum."
,,Johnson er auðvitað fyrst og fremst mjög sterkur varnarmaður, en ég bind líka vonir við að hann muni gefa okkur aukna breidd í sóknaraðgerðum. Hann hefur hraða og tækni og hann getur gert mikinn usla úti á kantinum og þess vegna held ég að hann sé frábær viðbót við liðið. Það getur gert gæfumuninn í lekjum gegn liðum sem liggja aftarlega og pakka í vörn að eiga áræðinn bakvörð í liðinu."
,,Það er í raun grátlegt að hugsa til þess að okkur hafi ekki tekist að verða meistarar í fyrra, því við töpuðum aðeins tveimur leikjum og unnum bæði Manchester United og Chelsea heima og heiman, en 7 jafntefli á heimavelli voru einfaldlega of dýrkeypt. Ég vona að hraði Johnson geti hjálpað til við að koma í veg fyrir svoleiðis leiðindi."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan