| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Rafa súr og svekktur
Rafael Benítez er vonsvikinn yfir tapinu gegn Tottenham í gær, en segir að það sé of ódýr afsökun að segja að liðið hafi saknað Xabi Alonso.
Rafa hefur sætt mikilli gagnrýni í enskum fjölmiðlum eftir tapið gegn Tottenham í gær og meðal þess sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir í því sambandi er salan á Xabi Alonso, en margir sparkspekingar vilja meina að Liverpool liðið geti illa án Alonso verið. Benítez svarar þessari gagnrýni í Liverpool Daily Post nú í morgunsárið.
,,Það er allt of einfalt að ætla sér að kenna fjarveru Alonso um að við töpuðum þessum leik. Við spiluðum leiki án Alonso síðasta tímabil án teljandi vandræða svo það er engan veginn nægilega góð skýring á því af hverju við stóðum okkur ekki betur en raun bar vitni."
,,Að mínu mati er hópurinn alveg nógu sterkur, en nú þurfa menn bara að fara að sýna hvað þeir geta. Liðið spilaði alls ekki nógu vel í gær, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Þá var Gerrard eini maðurinn sem gerði eitthvað af viti. Í seinni hálfleik spiluðum við mun betur, en það var ekki nóg. Nú verðum við að spýta í lófana og vinna næsta leik. Það kemur ekkert annað til greina. En til þess að það geti gerst verður hver einasti maður að standa sig betur en í þessum leik."
Aðspurður um atvikið þegar Andriy Voronin virtist vera tekinn niður í vítateignum svaraði Benítez því til að það hefði allavega virst hrein og klár vítaspyrna frá bekknum. Mótmælin frá bekknum voru enda það kröftug að fjórði dómari leiksins neyddist til að vísa Sammy Lee frá og má búast við því að hann fái jafnvel nokkurra leikja bann.
,,Við fórum yfir það á fundi um daginn að við ætluðum ekki að láta atvik eins og þessi hafa áhrif á okkur og ekki eyða of miklu púðri í að svekkja okkur á ákvörðunum dómara, en ég get ekki annað en skilið viðbrögð Sammy. Þetta var augljóslega vítaspyrna, ég held að allir geti verið sammála um það. Hans verður sárt saknað ef hann fer í bann, en svona er þetta bara. Sammy Lee er heldur ekki hér til að skora mörk og vinna leiki, það geta leikmennirnir hinsvegar gert."
Bekkurinn hjá Liverpool þótti heldur þunnskipaður í gær, en þar var meðal annars að finna 3 unga leikmenn sem aldrei höfðu spilað Úrvalsdeildarleik, þá Jay Spearing, Martin Kelly og Daniel Ayala sem kom inn á fyrir Martin Skrtel í síðari hálfleik.
,,Við erum í ákveðnum meiðslavandræðum, það er rétt. Það voru nokkrir leikmenn tæpir fyrir leikinn og nú er óvíst hvort Carragher og Skrtel verða klárir í leikinn gegn Stoke á miðvikudaginn. Við þorðum ekki öðru en að taka Skrtel af velli, hann vildi halda áfram en við tókum ekki sjénsinn. Enda kom í ljós að það þurfti að sauma hann. Það kemur betur í ljós í dag hver staðan er."
Benítez útilokar ekki að nýr miðvörður verði keyptur áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót.
,,Við verðum að sjá hvað setur. Við höfum nokkra leikmenn í sigtinu og erum alltaf að skoða málin, en það er ekki tímabært að tilkynna um eitt eða neitt ennþá."
Fregnir frá Englandi herma að Liverpool hafi haft útsendara á Brittania Stadium á laugardaginn til að fylgjast með hinum efnilega Ryan Shawcross hjá Stoke, en hann er einn af nokkrum miðvörðum sem Benítez er sagður hafa í sigtinu.
Rafa hefur sætt mikilli gagnrýni í enskum fjölmiðlum eftir tapið gegn Tottenham í gær og meðal þess sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir í því sambandi er salan á Xabi Alonso, en margir sparkspekingar vilja meina að Liverpool liðið geti illa án Alonso verið. Benítez svarar þessari gagnrýni í Liverpool Daily Post nú í morgunsárið.
,,Það er allt of einfalt að ætla sér að kenna fjarveru Alonso um að við töpuðum þessum leik. Við spiluðum leiki án Alonso síðasta tímabil án teljandi vandræða svo það er engan veginn nægilega góð skýring á því af hverju við stóðum okkur ekki betur en raun bar vitni."
,,Að mínu mati er hópurinn alveg nógu sterkur, en nú þurfa menn bara að fara að sýna hvað þeir geta. Liðið spilaði alls ekki nógu vel í gær, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Þá var Gerrard eini maðurinn sem gerði eitthvað af viti. Í seinni hálfleik spiluðum við mun betur, en það var ekki nóg. Nú verðum við að spýta í lófana og vinna næsta leik. Það kemur ekkert annað til greina. En til þess að það geti gerst verður hver einasti maður að standa sig betur en í þessum leik."
Aðspurður um atvikið þegar Andriy Voronin virtist vera tekinn niður í vítateignum svaraði Benítez því til að það hefði allavega virst hrein og klár vítaspyrna frá bekknum. Mótmælin frá bekknum voru enda það kröftug að fjórði dómari leiksins neyddist til að vísa Sammy Lee frá og má búast við því að hann fái jafnvel nokkurra leikja bann.
,,Við fórum yfir það á fundi um daginn að við ætluðum ekki að láta atvik eins og þessi hafa áhrif á okkur og ekki eyða of miklu púðri í að svekkja okkur á ákvörðunum dómara, en ég get ekki annað en skilið viðbrögð Sammy. Þetta var augljóslega vítaspyrna, ég held að allir geti verið sammála um það. Hans verður sárt saknað ef hann fer í bann, en svona er þetta bara. Sammy Lee er heldur ekki hér til að skora mörk og vinna leiki, það geta leikmennirnir hinsvegar gert."
Bekkurinn hjá Liverpool þótti heldur þunnskipaður í gær, en þar var meðal annars að finna 3 unga leikmenn sem aldrei höfðu spilað Úrvalsdeildarleik, þá Jay Spearing, Martin Kelly og Daniel Ayala sem kom inn á fyrir Martin Skrtel í síðari hálfleik.
,,Við erum í ákveðnum meiðslavandræðum, það er rétt. Það voru nokkrir leikmenn tæpir fyrir leikinn og nú er óvíst hvort Carragher og Skrtel verða klárir í leikinn gegn Stoke á miðvikudaginn. Við þorðum ekki öðru en að taka Skrtel af velli, hann vildi halda áfram en við tókum ekki sjénsinn. Enda kom í ljós að það þurfti að sauma hann. Það kemur betur í ljós í dag hver staðan er."
Benítez útilokar ekki að nýr miðvörður verði keyptur áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu mánaðamót.
,,Við verðum að sjá hvað setur. Við höfum nokkra leikmenn í sigtinu og erum alltaf að skoða málin, en það er ekki tímabært að tilkynna um eitt eða neitt ennþá."
Fregnir frá Englandi herma að Liverpool hafi haft útsendara á Brittania Stadium á laugardaginn til að fylgjast með hinum efnilega Ryan Shawcross hjá Stoke, en hann er einn af nokkrum miðvörðum sem Benítez er sagður hafa í sigtinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan