| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Verðum að ná stöðugleika
Steven Gerrard er að vonum vonsvikinn eftir tapið gegn Tottenham í gær þó hann hafi opnað markareikning sinn á leiktíðinni. Hann vill þó ekki meina að leikmannahópur Liverpool sé ekki nægilega sterkur.
,,Ég hef enn trú á því að þessi leiktíð geti orðið okkur eftirminnileg á jákvæðan hátt. Við höfum styrkt hópinn með tilkomu Glen Johnson og Alberto Aquilani og ég sé ekki þörfina á því að gera frekari breytingar á hópnum. Auk þess er Kenny Dalglish kominn til starfa og það hefur gefið mörgum leikmönnum aukna trú á að nú fari hlutirnir að gerast. Það er algerlega frábært að hafa slíka goðsögn í kringum sig á hverjum degi."
,,Við sýndum það í fyrra að liðið er virkilega gott og getur unnið hvaða andstæðing sem er. Það voru ekki töpin sem gerðu það að verkum að við unnum ekki deildina í fyrra, heldur jafnteflin. Okkur hefur skort stöðugleikann sem þarf til að vinna deildina. Að vísu hefði stigafjöldinn sem við fengum í fyrra oft dugað til þess að landa titlinum, en þannig var það ekki og það sýnir að það er hreinlega ekki í boði að sóa stigum ef maður ætlar að ná árangri."
,,Við erum að mínu mati með besta markvörð í heimi, erum mjög sterkir varnarlega og svo erum við með Torres frammi, sem getur auðveldlega klárað leiki upp á eigin spýtur þannig að hópurinn er firnasterkur. Vonandi tekst okkur að hrista vonbrigðin af okkur og sýna hvað í okkur býr."
,,Ég þrái ekkert heitar en að vinna deildina með Liverpool. Það er það eina sem ég á eftir. Það var stórkostlegt að vinna Meistaradeildina í Istanbul og það er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma, en af því að það er orðið svo langt síðan Liverpool vann ensku deildina þá yrði það í mínum huga stærri sigur að ná því loksins. Ég veit að fólkið í Liverpool er sammála mér."
,,Ég hef enn trú á því að þessi leiktíð geti orðið okkur eftirminnileg á jákvæðan hátt. Við höfum styrkt hópinn með tilkomu Glen Johnson og Alberto Aquilani og ég sé ekki þörfina á því að gera frekari breytingar á hópnum. Auk þess er Kenny Dalglish kominn til starfa og það hefur gefið mörgum leikmönnum aukna trú á að nú fari hlutirnir að gerast. Það er algerlega frábært að hafa slíka goðsögn í kringum sig á hverjum degi."
,,Við sýndum það í fyrra að liðið er virkilega gott og getur unnið hvaða andstæðing sem er. Það voru ekki töpin sem gerðu það að verkum að við unnum ekki deildina í fyrra, heldur jafnteflin. Okkur hefur skort stöðugleikann sem þarf til að vinna deildina. Að vísu hefði stigafjöldinn sem við fengum í fyrra oft dugað til þess að landa titlinum, en þannig var það ekki og það sýnir að það er hreinlega ekki í boði að sóa stigum ef maður ætlar að ná árangri."
,,Við erum að mínu mati með besta markvörð í heimi, erum mjög sterkir varnarlega og svo erum við með Torres frammi, sem getur auðveldlega klárað leiki upp á eigin spýtur þannig að hópurinn er firnasterkur. Vonandi tekst okkur að hrista vonbrigðin af okkur og sýna hvað í okkur býr."
,,Ég þrái ekkert heitar en að vinna deildina með Liverpool. Það er það eina sem ég á eftir. Það var stórkostlegt að vinna Meistaradeildina í Istanbul og það er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma, en af því að það er orðið svo langt síðan Liverpool vann ensku deildina þá yrði það í mínum huga stærri sigur að ná því loksins. Ég veit að fólkið í Liverpool er sammála mér."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan