| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stórsigur á Stoke!
Liverpool hristi af sér vonbrigðin eftir tapið í opnunarleiknum um helgina og vann stórsigur 4:0 á Stoke City á Anfield Road.
Sigurinn var hinn öruggasti og nú fékk Stoke að finna fyrir því eftir að hafa náð tveimur jafnteflum við Liverpool á síðustu leiktíð.
Liverpool hóf leikinn af krafti eins og við var að búast eftir tapið gegn Tottenham. Strax í upphafi náði Lucas Leiva, sem lék vel, skoti frá vítateignum en boltinn fór beint á Tomas Sörenson í marki Stoke. Stuðningsmenn Liverpool þurftu þó ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu. Á 4. mínútu tók Steven Gerrard góða rispu upp hægra megin. Hann sendi svo boltann út í vítateiginn á Fernando Torres sem skoraði af öryggi úr miðjum teignum. enn einu sinni góð samvinna hjá þeim félögum. Liverpool réði lögum og lofum eftir þetta og sóknir liðins voru jafnan hraðar og kraftmiklar. Á 21. mínútu náði Liverpol eldsnöggri sókn. Fernando fékk boltann hægra megin og sendi yfir á fjærstöng. Þar var mættur Emiliano Insua í algeru dauðafæri en hann náði ekki að hitta markið. Á 37. mínútu varð Fernando að fara af velli eftir að hafa rekið höfuðið í höfuð Ryan Shawcross sem hefur verið orðaður við Liverpool. Fernando fékk skurð á aðra augnabrúnina og fór af velli um tíma til að láta búa um skurðinn en hann sneri sem betur fer aftur til leiks.
Liverpool náði öðru marki sínu á lokamínútu hálfleiksins. Steven tók þá horn frá hægri. Boltinn rataði beint á Dirk Kuyt sem skallaði að marki. James Beattie bjargaði á marklínu en það dugði skammt því Glen Johnson, sem átti stórleik, var vel vakandi við markteiginn. Hann henti sér á loft og klippti boltann í markið með miklum tilþrfum. Frábærlega gert hjá piltinum og nú var staða Liverpool þægileg.
Stoke gefst aldrei upp og í byrjun síðari hálfleiks náði liðið nokkrum góðum sóknum. Í einni þeirra náði Rory Delap þrumuskoti úr teignum og Jose Reina varð að hafa sig allan við til að verja. Frábær markvarsla. Liverpool herti svo tökin á nýjan leik og á 54. mínútu átti Steven þrumuskot fyrir utan teig. Tomas hélt ekki boltanum en Dirk náði ekki að stýra boltanum í markið. Ekki löngu seinna braust Glen inn í teiginn og skaut að marki en Tomas náði að verja naumlega.
Það hlaut að koma að því að Liverpool næði að skora aftur. Það gerðist á 78. mínútu. Javier Mascherano sendi þá fram að vítateignum hægra megin. Steven tók við boltanum og sneri andstæðing af sér með ótrúlegri móttöku. Hann renndi boltanum svo fyrir markið á Dirk Kuyt sem skilaði boltanum í markið af stuttu færi. Gott mark sem magnaður undirbúningur Steven skóp. Fyrirliðinn var magnaður í leiknum. Á allra síðustu lokamínútunni kom eitt mark í viðbót. Glen tók einn eina rispuna upp hægra megin. Hann lék upp að endamörkum og sendi fyrir. Tomas mistókst að koma boltanum frá og sló hann þess beint á höfuðið á varamanninn David Ngog sem skallaði í mark af nokkurra sentimetra færi! Svo lítið var eftir af leiknum að þetta var síðasta snerting leikmanns Liverpool í leiknum. Frábær endir á stórgóðum leik Liverpool!
Liverpool (4-2-3-1): J-M Reina — G Johnson, J Carragher, D Ayala, E Insúa — J Mascherano, Lucas Leiva — D Kuyt (A Riera 81. mín.), S Gerrard (A Voronin 81. mín.) , Y Benayoun — F Torres (D Ngog 84. mín.). Ónotaðir varamenn: D Cavalieri, M Kelly, A Dossena og R Babel.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (4. mín.), Glen Johnson (45. mín.), Dirk Kuyt (78. mín.) og David Ngog (90. mín.).
Stoke City (4-4-2): T Sorensen — A Wilkinson, R Shawcross, Abdoulaye Faye, D Higginbotham — R Delap, D Whitehead (D Pugh 69. mín.), G Whelan, M Etherington — R Cresswell (L Lawrence 62. mín.), J Beattie (R Fuller 62. mín.). Ónotaðir varamenn: S Simonsen, A Griffin, L Cort og D Kitson.
Gult spjald: Dean Whitehead.
Maður leiksins: Glen Johnson. Bakvörðurinn snjalli var frábær á hægri vængnum. Hann var látlaust á ferðinni og ógnaði vörn Stoke við hvert tækifæri. Allt fram á síðustu mínútu hélt hann áfram og lagði þá upp síðasta mark. Ekki má gleyma glæsimarki hans sem hver sóknarmaður hefði getað verið fullsæmdur af!
Rafael Benítez: Við þurftum á því að halda að vinna og skora mörk. Fyrsta markið var mikilvægt og annað markið skipti miklu því þá þurftu þeir að fara að sækja og þannig fengið við meira pláss. Við vorum þolinmóðir, spiluðum boltanum vel og nýttum færin okkar.
Fróðleikur: - Liverpool vann fyrsta leik sinn á keppnistímabilinu. - Allir markaskorararnir skoruðu sín fyrstu mörk á keppnistímabilinu. - Glen Johnson skoraði svo að sjálfsögðu fyrsta mark sitt með Liverpool. - Andriy Voronin lék sinn 30. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk í þeim leikjum. - Stoke City hefur ekki unnið sigur á Anfield Road í hálfa öld! - Sigurinn gaf Liverpool 5000 stig í efstu deild. Ekkert lið hefur fengið fleiri stig í efstu deild á Englandi.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Sigurinn var hinn öruggasti og nú fékk Stoke að finna fyrir því eftir að hafa náð tveimur jafnteflum við Liverpool á síðustu leiktíð.
Liverpool hóf leikinn af krafti eins og við var að búast eftir tapið gegn Tottenham. Strax í upphafi náði Lucas Leiva, sem lék vel, skoti frá vítateignum en boltinn fór beint á Tomas Sörenson í marki Stoke. Stuðningsmenn Liverpool þurftu þó ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu. Á 4. mínútu tók Steven Gerrard góða rispu upp hægra megin. Hann sendi svo boltann út í vítateiginn á Fernando Torres sem skoraði af öryggi úr miðjum teignum. enn einu sinni góð samvinna hjá þeim félögum. Liverpool réði lögum og lofum eftir þetta og sóknir liðins voru jafnan hraðar og kraftmiklar. Á 21. mínútu náði Liverpol eldsnöggri sókn. Fernando fékk boltann hægra megin og sendi yfir á fjærstöng. Þar var mættur Emiliano Insua í algeru dauðafæri en hann náði ekki að hitta markið. Á 37. mínútu varð Fernando að fara af velli eftir að hafa rekið höfuðið í höfuð Ryan Shawcross sem hefur verið orðaður við Liverpool. Fernando fékk skurð á aðra augnabrúnina og fór af velli um tíma til að láta búa um skurðinn en hann sneri sem betur fer aftur til leiks.
Liverpool náði öðru marki sínu á lokamínútu hálfleiksins. Steven tók þá horn frá hægri. Boltinn rataði beint á Dirk Kuyt sem skallaði að marki. James Beattie bjargaði á marklínu en það dugði skammt því Glen Johnson, sem átti stórleik, var vel vakandi við markteiginn. Hann henti sér á loft og klippti boltann í markið með miklum tilþrfum. Frábærlega gert hjá piltinum og nú var staða Liverpool þægileg.
Stoke gefst aldrei upp og í byrjun síðari hálfleiks náði liðið nokkrum góðum sóknum. Í einni þeirra náði Rory Delap þrumuskoti úr teignum og Jose Reina varð að hafa sig allan við til að verja. Frábær markvarsla. Liverpool herti svo tökin á nýjan leik og á 54. mínútu átti Steven þrumuskot fyrir utan teig. Tomas hélt ekki boltanum en Dirk náði ekki að stýra boltanum í markið. Ekki löngu seinna braust Glen inn í teiginn og skaut að marki en Tomas náði að verja naumlega.
Það hlaut að koma að því að Liverpool næði að skora aftur. Það gerðist á 78. mínútu. Javier Mascherano sendi þá fram að vítateignum hægra megin. Steven tók við boltanum og sneri andstæðing af sér með ótrúlegri móttöku. Hann renndi boltanum svo fyrir markið á Dirk Kuyt sem skilaði boltanum í markið af stuttu færi. Gott mark sem magnaður undirbúningur Steven skóp. Fyrirliðinn var magnaður í leiknum. Á allra síðustu lokamínútunni kom eitt mark í viðbót. Glen tók einn eina rispuna upp hægra megin. Hann lék upp að endamörkum og sendi fyrir. Tomas mistókst að koma boltanum frá og sló hann þess beint á höfuðið á varamanninn David Ngog sem skallaði í mark af nokkurra sentimetra færi! Svo lítið var eftir af leiknum að þetta var síðasta snerting leikmanns Liverpool í leiknum. Frábær endir á stórgóðum leik Liverpool!
Liverpool (4-2-3-1): J-M Reina — G Johnson, J Carragher, D Ayala, E Insúa — J Mascherano, Lucas Leiva — D Kuyt (A Riera 81. mín.), S Gerrard (A Voronin 81. mín.) , Y Benayoun — F Torres (D Ngog 84. mín.). Ónotaðir varamenn: D Cavalieri, M Kelly, A Dossena og R Babel.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (4. mín.), Glen Johnson (45. mín.), Dirk Kuyt (78. mín.) og David Ngog (90. mín.).
Stoke City (4-4-2): T Sorensen — A Wilkinson, R Shawcross, Abdoulaye Faye, D Higginbotham — R Delap, D Whitehead (D Pugh 69. mín.), G Whelan, M Etherington — R Cresswell (L Lawrence 62. mín.), J Beattie (R Fuller 62. mín.). Ónotaðir varamenn: S Simonsen, A Griffin, L Cort og D Kitson.
Gult spjald: Dean Whitehead.
Maður leiksins: Glen Johnson. Bakvörðurinn snjalli var frábær á hægri vængnum. Hann var látlaust á ferðinni og ógnaði vörn Stoke við hvert tækifæri. Allt fram á síðustu mínútu hélt hann áfram og lagði þá upp síðasta mark. Ekki má gleyma glæsimarki hans sem hver sóknarmaður hefði getað verið fullsæmdur af!
Rafael Benítez: Við þurftum á því að halda að vinna og skora mörk. Fyrsta markið var mikilvægt og annað markið skipti miklu því þá þurftu þeir að fara að sækja og þannig fengið við meira pláss. Við vorum þolinmóðir, spiluðum boltanum vel og nýttum færin okkar.
Fróðleikur: - Liverpool vann fyrsta leik sinn á keppnistímabilinu. - Allir markaskorararnir skoruðu sín fyrstu mörk á keppnistímabilinu. - Glen Johnson skoraði svo að sjálfsögðu fyrsta mark sitt með Liverpool. - Andriy Voronin lék sinn 30. leik með Liverpool. Hann hefur skorað sex mörk í þeim leikjum. - Stoke City hefur ekki unnið sigur á Anfield Road í hálfa öld! - Sigurinn gaf Liverpool 5000 stig í efstu deild. Ekkert lið hefur fengið fleiri stig í efstu deild á Englandi.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan