| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Kvöldið var fullkomið
Maður leiksins gegn Stoke, Glen Johnson, segir að kvöldið hafi verið fullkomið eftir 4-0 sigur. Johnson skoraði í sínum fyrsta heimaleik í deildinni fyrir félagið og lagði upp eitt mark.
,,Ég er himinlifandi. Það var frábært að hlaupa útá völlinn, að hafa náð í þrjú stig og halda hreinu gerði þetta að fullkomnu kvöldi fyrir mig - að skora mark gerði þetta bara enn betra," sagði Johnson í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins.
Johnson segir að þó að hann sé ánægður með að skora þá hafi það mikilvæga verið að ná í þrjú stig eftir tapið gegn Tottenham á sunnudaginn var.
,,Það var auðvitað frábært að skora mitt fyrsta mark fyrir Liverpool í mínum fyrsta heimaleik í deildinni, en sigurinn var mikilvægari til að koma okkur af stað," sagði Johnson.
,,Hjá félagi eins og Liverpool vill maður ekki tapa neinum leik, það var því svekkjandi að tapa fyrsta leik tímabilsins. En strákarnir sýndu mikinn styrk og vonandi komumst við á gott skrið núna."
Johnson hefur farið mjög vel af stað í deildinni, fiskað eina vítaspyrnu, skorað mark og lagt upp eitt. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína það sem af er. Hann er fljótur að benda á þátt samherja sinna í góðri byrjun því þeir hafa hjálpað honum mikið við að aðlagast lífinu á Anfield.
,,Það hefur allt verið frábært síðan ég kom hingað. Strákarnir og allir hjá félaginu hafa verið stórkostlegir. Það hefur verið auðvelt fyrir mig að aðlagast og ég held að það hafi sést á frammistöðu minni hingað til, ég er því hæstánægður."
Þess má til gamans geta að Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og einn af sparkspekingum Englendinga í sjónvarpi sagði í sumar að honum finndist kaupin á Glen Johnson vera fáránlegustu kaup sumarsins ! Gaman væri að heyra skoðun Merson á þessum kaupum núna. Glen er jú búinn að skora eitt mark, leggja upp annað og vinna eina vítaspyrnu í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool!
,,Ég er himinlifandi. Það var frábært að hlaupa útá völlinn, að hafa náð í þrjú stig og halda hreinu gerði þetta að fullkomnu kvöldi fyrir mig - að skora mark gerði þetta bara enn betra," sagði Johnson í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins.
Johnson segir að þó að hann sé ánægður með að skora þá hafi það mikilvæga verið að ná í þrjú stig eftir tapið gegn Tottenham á sunnudaginn var.
,,Það var auðvitað frábært að skora mitt fyrsta mark fyrir Liverpool í mínum fyrsta heimaleik í deildinni, en sigurinn var mikilvægari til að koma okkur af stað," sagði Johnson.
,,Hjá félagi eins og Liverpool vill maður ekki tapa neinum leik, það var því svekkjandi að tapa fyrsta leik tímabilsins. En strákarnir sýndu mikinn styrk og vonandi komumst við á gott skrið núna."
Johnson hefur farið mjög vel af stað í deildinni, fiskað eina vítaspyrnu, skorað mark og lagt upp eitt. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína það sem af er. Hann er fljótur að benda á þátt samherja sinna í góðri byrjun því þeir hafa hjálpað honum mikið við að aðlagast lífinu á Anfield.
,,Það hefur allt verið frábært síðan ég kom hingað. Strákarnir og allir hjá félaginu hafa verið stórkostlegir. Það hefur verið auðvelt fyrir mig að aðlagast og ég held að það hafi sést á frammistöðu minni hingað til, ég er því hæstánægður."
Þess má til gamans geta að Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og einn af sparkspekingum Englendinga í sjónvarpi sagði í sumar að honum finndist kaupin á Glen Johnson vera fáránlegustu kaup sumarsins ! Gaman væri að heyra skoðun Merson á þessum kaupum núna. Glen er jú búinn að skora eitt mark, leggja upp annað og vinna eina vítaspyrnu í fyrstu tveimur leikjum sínum með Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan